16. feb. 2018

Dagskrá í bókasafni og Hönnunarsafninu í vetrarfíi grunnskóla

Vetrarfrí stendur yfir í grunnskólum Garðabæjar dagana 19.-23. febrúar nk. Í vetrarfríinu er boðið upp á dagskrá í Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg þar sem verða bíósýningar, föndursmiðjur og einnig er hægt að glugga í bækur, teikmyndasögur, lita myndir, leysa þrautir, krossgátur og ratleiki, spila, tefla og púsla allan daginn. Einnig verður smáhúsasmiðja í Hönnunarsafninu miðvikudaginn 21. febrúar

  • Dúkkuhús smáhúsasmiðja
    Dúkkuhús smáhúsasmiðja

Vetrarfrí stendur yfir í grunnskólum Garðabæjar dagana 19.-23. febrúar nk.  Í vetrarfríinu er boðið upp á dagskrá í Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg þar sem verða bíósýningar, föndursmiðjur og einnig er hægt að glugga í bækur, teikmyndasögur, lita myndir, leysa þrautir, krossgátur og ratleiki, spila, tefla og púsla allan daginn.  Dagskráin í safninu á Garðatorgi hefst alla daga kl.10 í vetrarfríinu. 


Dagskrá bókasafnsins á Garðatorgi í vetrarfríinu:

Mánudagur 19.febrúar: Bíó kl.10 Kafteinn ofurbrók, fyrsta stórmyndin
Þriðjudagur 20.febrúar: Föndursmiðja kl.10 Ilva Krama kennir mandala föndur
Miðvikudagur 21.febrúar: Bíó kl.10 Strumparnir og gleymda þorpið
Fimmtudagur 22.febrúar: Föndursmiðja kl.10 Origami bókamerki og perlur
Föstudagur 23.febrúar: Bíó kl.10 Aulinn ég 3

Smáhúsasmiðja í Hönnunarsafni Íslands miðvikudaginn 21. febrúar - skráning fyrirfram

Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir eru tveir vöruhönnuðir sem eru með smáhús á heilanum. Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 13:00 - 17:00 ætla þær að bjóða upp á vinnustofu fyrir krakka í vetrarfríi í Hönnunarsafninu á Garðatorgi. Þar geta þátttakendur búið til húsgögn og aðra hluti fyrir smáhús. Fullorðnir eru líka velkomnir og börn undir tíu ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins. Nauðsynlegt er að skrá sig með fyrirvara í síma 512-1525 á milli kl. 12 - 17 þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.