9. feb. 2018

Bjóðum í samtal – góð mæting á íbúafundi

Garðabær hefur staðið að röð íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Bjóðum í samtal“ í janúar og febrúar. Fjórði og síðasti fundurinn í röðinni var haldinn miðvikudaginn 7. febrúar sl. í sal Flataskóla. Góð mæting var á alla fundina og íbúar mjög áhugasamir um að fræðast um starfssemi bæjarins og að koma málefnum og spurningum sínum að.

  • Íbúafundur í Flataskóla
    Íbúafundur í Flataskóla

Garðabær hefur staðið að röð íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Bjóðum í samtal“ í janúar og febrúar.  Fjórði og síðasti fundurinn í röðinni var haldinn miðvikudaginn 7. febrúar sl. í sal Flataskóla.  Góð mæting var á alla fundina og íbúar mjög áhugasamir um að fræðast um starfssemi bæjarins og að koma málefnum og spurningum sínum að.  

Í upphafi fundanna voru örkynningar frá bæjarstjóra, sviðsstjórum og þjónustustjóra þar sem farið var yfir helstu málaflokka.  Einnig tók til máls Ingibjörg Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri öldrunar- og heimaþjónustu Garðabæjar og sagði frá þeirri starfssemi.  Aðaláherslan á íbúafundunum var þó að heyra í íbúum um það sem brennur á þeim og leitast við að svara þeirra spurningum.  Á fundinum í Flataskóla voru margar spurningar sem snéru að umferðarmálum m.a. við Hafnarfjarðarveg en einnig var rætt um gönguleiðir að skólum, snjómokstur, umhverfismál, fjármál og gjöld og margt fleira. 

Fyrirspurnir íbúa og svör verða birt á vef Garðabæjar

Ibúar gátu sent inn fyrirspurnir og ábendingar um umræðuefni fyrir hvern fund en ekki náðist að fara yfir allar innsendar fyrirspurnir á fundunum sjálfum.  Allar spurningar sem hafa borist fyrir fundina sem og helstu spurningar sem voru ræddar á sjálfum fundunum verða teknar saman í eina heild og lagðar fyrir bæjarráð Garðabæjar til kynningar. Einnig verða spurningarnar og svör við þeim birt á vef Garðabæjar, gardabaer.is,  í febrúar. 

Fundirnir voru einnig sendir beint út á fésbókarsíðu Garðabæjar þar sem hægt er að nálgast upptökur af öllum fundunum