23. feb. 2018

Leikskólar Hjallastefnunnar fyrir leikskólabörn á öllum aldri

Næsta haust verða leikskólar Hjallastefnunnar í Garðabæ fyrir leikskólabörn á öllum aldri. Leikskólinn Ásar við Bergás býður þar með tólf mánaða til fimm ára börn velkomin og hið sama gildir um leikskólana tvo á Vífilsstöðum, Litlu-Ása og Hnoðraholt. Litlu- Ásar hefur frá upphafi verið ungbarnaleikskóli fyrir börn frá tólf mánaða aldri en nú geta börnin verið áfram þar alla leikskólagönguna.

  • Leikskólinn Ásar
    Leikskólinn Ásar

Næsta haust verða leikskólar Hjallastefnunnar í Garðabæ fyrir leikskólabörn á öllum aldri. Leikskólinn Ásar við Bergás býður þar með tólf mánaða til fimm ára börn velkomin og hið sama gildir um leikskólana tvo á Vífilsstöðum, Litlu-Ása og Hnoðraholt.  Litlu- Ásar hefur frá upphafi verið ungbarnaleikskóli fyrir börn frá tólf mánaða aldri en nú geta börnin verið áfram þar alla leikskólagönguna. 
Hnoðraholt byrjaði sem ungbarnaleikskóli en getur tekið inn enn yngri börn ef rýmið leyfir. Í fyrrahaust bættist einn árgangur við á Hnoðraholti og nú verður hann einnig fyrir allan leikskólaaldur.

Barnaskóli Hjallastefnunnar í góðu samstarfi við leikskólana

Barnaskóli Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum verður í náinni samvinnu við alla leikskólana. Þar hefur starf með fimm ára börnum þróast frá árinu 2003 við góðan orðstír og samhæft það besta út aðferðum leik- og grunnskóla.  Á vef Barnaskóla Hjallastefnunnar er grein um nýja rannsókn á vegum Háskólans í Reykjavík sem sýnir góðan námsárangur barna sem hafa verið í Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum. 

Leikskólar opnir á sumrin

Sama fyrirkomulag er í leikskólum Hjallastefnunnar og öðrum leikskólum í Garðabæ á sumrin um að hafa opið allt sumarið.  Allir leikskólar Hjallastefnunnar verða opnir í sumar og einnig Sumarskólinn fyrir nemendur Barnaskólans.