10. maí 2017

Þemaverkefni kynnt á opnum húsum í leikskólum

Föstudaginn 5. maí sl. var opið hús í leikskólum Garðabæjar. Mikil gróska er í leikskólastarfinu sem lýsir sér í fjölbreytni og fjölda verkefna.
  • Séð yfir Garðabæ

Föstudaginn 5. maí sl. var opið hús í leikskólum Garðabæjar. Mikil gróska er í leikskólastarfinu sem lýsir sér í fjölbreytni og fjölda verkefna. Kennsluaðferðir leikskólanna eru fjölbreyttar og taka mið af aldri barnanna og þeim áhersluþáttum sem unnið er með hverju sinni.

Þemaverkefni af ýmsum toga voru kynnt, s.s. málörvunar verkefni, tónlist og hreyfing. Þátttaka barna í leikskólastarfinu er sýnileg, þeim er gefin rödd til að koma sínum hugmyndum á framfæri og hafa þannig áhrif á skólaumhverfið. Kynning á leikskólastarfinu er ávallt vel sótt af foreldrum og fjölskyldum barnanna.