26. maí 2017

Góð heimsókn frá Lundabóli

Í vikunni mættu hress og kát leikskólabörn frá leikskólanum Lundabóli í heimsókn í ráðhús Garðabæjar þar sem þ?au áttu bókaðan tíma hjá Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar. Börnin voru búin að æfa dans sem þau vildu fá að sýna bæjarstjóranum og skrifuðu honum bréf vegna þessa
  • Séð yfir Garðabæ
Í vikunni mættu hress og kát leikskólabörn frá leikskólanum Lundabóli í heimsókn í ráðhús Garðabæjar þar sem þau áttu bókaðan tíma hjá Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar.  Börnin voru búin að æfa dans sem þau vildu fá að sýna bæjarstjóranum og skrifuðu honum bréf vegna þessa sem má sjá í meðfylgjandi mynd með frétt.  Aðrir starfsmenn bæjarskrifstofanna nutu einnig góðs af heimsókninni og fengu að fylgjast með dans- og söngatriði barnanna og var þeim fagnað vel að því loknu. Börnin fengu svo að fara í skoðunarferð um skrifstofuna og svo var stillt upp fyrir hópmynd inni á skrifstofu bæjarstjóra.