9. maí 2017

Fuglaskoðun við Kasthúsatjörn verður 17. maí

Fyrirhugaðri fuglaskoðun við Kasthúsatjörn á Álftanesi verður frestað um viku eða til miðvikudagsins 17. maí nk. kl. 17:15. Fuglaskoðunin átti upphaflega að vera 10. maí en vegna veðurútlits var fundin ný dagsetning.
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrirhugaðri fuglaskoðun við Kasthúsatjörn á Álftanesi verður frestað um viku eða til miðvikudagsins 17. maí nk. kl. 17:15.  Fuglaskoðunin átti upphaflega að vera 10. maí en vegna veðurútlits var fundin ný dagsetning.

Fuglaskoðunin við Kasthúsatjörn verður undir leiðsögn Jóhanns Óla Hilmarssonar og dr. Ólafs Einarssonar náttúrufræðings.  Fuglalíf við tjörnina og ný endurheimt votlendi skoðað.
Fræðslan og fuglaskoðunin er haldin í samstarfi við Fuglavernd og er hluti af sögugöngum ársins í Garðabæ sem er samstarfsverkefni umhverfisnefndar Garðabæjar, menningar- og safnanefndar Garðabæjar og Bókasafns Garðabæjar. 

Sjá líka hér í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar.