Ný göngu- og hjólaleið sunnan Vífilsstaða malbikuð
Í vikunni var lokið við síðari áfanga í uppbyggingu nýrrar göngu- og hjólaleiðar milli byggðar og friðlands Vífilsstaðavatns þegar stígurinn var malbikaður.
-
göngu- og hjólaleið á milli byggðar og friðlands Vífilsstaðavatns malbikuð vorið 2017
Í vikunni var lokið við síðari áfanga í uppbyggingu nýrrar göngu- og hjólaleiðar milli byggðar og friðlands Vífilsstaðavatns þegar stígurinn var malbikaður. Stígurinn liggur sunnan Vífilsstaða meðfram votlendi Vífilsstaðalækjar og Vatnsmýrar sem er affall Vífilsstaðavatns og hæðanna í kring. Búið er að koma bekkjum og lýsingu meðfram stígnum sem er tæpur kílómetri að lengd.
Sjá einnig frétt um uppbyggingu gönguleiðarinnar frá október 2016.
Hraunstígur í Wapp-inu
Stígurinn er einnig kominn inn í gönguleiðsagnarappið Wappið undir heitinu Hraunstígur. Í Wapp-inu má nálgast fjölmargar gönguleiðir, hlaupaleiðir og hjólaleiðir í Garðabæ án endurgjalds í boði Garðabæjar.
Hér má lesa nánar um Wapp-ið.