Samningur um rekstur vallarsvæðisins á Álftanesi
Laugardaginn 13. maí sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og Ungmennafélags Álftaness (UMFÁ) um rekstur og eftirlit með vallarsvæðinu á Álftanesi.
-
stjórnarmenn UMFÁ ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra á nýja gervigrasvellinum á Álftanesi
Laugardaginn 13. maí sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og Ungmennafélags Álftaness (UMFÁ) um rekstur og eftirlit með vallarsvæðinu á Álftanesi. UMFÁ mun hafa umsjón með vellinum og ráða til þess starfsmann í hlutastarfi. Stefnt er að því að klára að girða umhverfis völlinn í sumar, setja upp ný varamannaskýli og ganga frá næsta umhverfi vallarins.
Reiknað er með mikill notkun á vellinum í sumar þar sem viðgerðir og aðrar framkvæmdir á Ásgarðssvæðinu valda því að færa þarf fjölda leikja yngri aldursflokka yfir á völlinn á Álftanesi.