19. maí 2017

Úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla

Föstudaginn 12. maí sl. voru undirritaðir samningar um styrki úr þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ. Markmið með þróunarsjóðnum er að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi skóla í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Föstudaginn 12. maí sl. voru undirritaðir samningar um styrki úr þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ.  Markmið með þróunarsjóðnum er að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við leikskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu- og menningarsvið í samstarfi við skóla, geta sótt um styrk í Þróunarsjóðinn. 

Alls var sótt um 15 styrki að þessu sinni og þar af voru 14 verkefni styrkt. Frá því að þróunarsjóður leikskóla var settur á laggirnar árið 2015 hefur verið úthlutað úr honum  15.580.248 krónur.  
Með tilkomu þróunarsjóðsins hafa orðið merkjanlegar breytingar á leikskólastarfi. Þær má meðal annars sjá á fjölda verkefna sem þegar eru í gangi og þeim hugmyndum sem orðið hafa að nýjum verkefnum í kjölfar þróunarverkefnanna. Því má segja  að þróunarsjóður leikskóla blási leikskólakennurum byr í brjóst við að efla menntun á leikskólastiginu.

Á meðfylgjandi mynd með frétt, frá vinstri neðri röð:  Halldóra Pétursdóttir verkefnastjóri á skóladeild, Viktoría Jensdóttir formaður leikskólanefndar, Margrét Björk Svavarsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Helga Björg Geirsdóttir leikskólastjóri Lundabóls. Efri röð frá vinstri: Ásrún Vilbergsdóttir leikskólastjóri Ása, Sigurborg Kristjánsdóttir leikskólastjóri Hæðarbóls, Anna Bjarnadóttir leikskólastjóri Bæjarbóls, Sigrún Sigurðardóttir leikskólastjóri Akra og Ragnhildur Skúladóttir leikskólastjóri Holtakots.