10. maí 2017

Íbúafundur um deiliskipulag Lundahverfis 11. maí kl. 17:00

Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi Lundahverfis í Garðabæ verður haldinn fimmtudaginnn 11. maí kl. 17:00 í Flataskóla. Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

  • Loftmynd af Lundahverfi
    Loftmynd af Lundahverfi

Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi Lundahverfis í Garðabæ verður haldinn fimmtudaginnn 11. maí kl. 17:00 í Flataskóla.  Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

Nú stendur yfir forkynning á tillögunni fram til 1. júní 2017.  Svæðið sem skipulagið nær til eru göturnar Hofslundur, Hörgslundur, Reynilundur, Heiðarlundur, Furulundur, Espilundur,Grenilundur, Víðilundur, Einilundur, Hvannalundur,Skógarlundur, Asparlundur, Gígjulundur,Þrastarlundur, Hörpulundur og Efstilundur auk efsta hluta Hofstaðabrautar og Karlabrautar. Við gerð tillögunnar hefur verið leitast við að viðhalda þeim ákvæðum sem voru hluti af upphaflegu skipulagi Lunda en auk þess eru nú sett ákvæði um nýtingarhlutfall íbúðarhúsa og skipulag leikskólalóðar Lundabóls.

Sjá líka gögn í auglýsingu um forkynningu á tillögunni að deiliskipulagi Lundahverfis.

Allir eru velkomnir á kynningarfundinn á fimmtudaginn.

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar