29. jún. 2022

Jónsmessugleði í þrettánda sinn

Jónsmessugleði Grósku var haldin í þrettánda sinn fimmtudaginn 23. júní sl. með þemanu „ljós og skuggar“. Hin árlega Jónsmessugleði sem vekur ávallt mikla lukku meðal fólks á öllum aldri er haldin af Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, í samstarfi við Garðabæ.

  • Jónsmessugleði Grósku 23. júní 2022
    Jónsmessugleði Grósku 23. júní 2022.

Jónsmessugleði Grósku var haldin í þrettánda sinn fimmtudaginn 23. júní sl. með þemanu „ljós og skuggar“.  Hin árlega Jónsmessugleði sem vekur ávallt mikla lukku meðal fólks á öllum aldri er haldin af Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, í samstarfi við Garðabæ.

Það var heldur kalt í veðri en sólríkt og fjölmargir lögðu leið sína niður á Strandstíginn í Sjálandshverfi þetta kvöld til að njóta listarinnar sem boðið var upp á utandyra við sjávarsíðuna.  Fjölbreytileg listaverk eftir félaga í myndlistarfélaginu Grósku voru til sýnis meðfram göngustígnum og einnig tóku gestalistamenn frá gestalistamenn frá Vestmannaeyjum, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjavík og Rangárþingi ytra þátt í myndlistarsýningunni.

Eins og áður gátu gestir notið fleiri listviðburða á dagskránni þetta kvöld og boðið var upp á tónlist, söng, dans, leiklist og margt fleira.  Ungmenni í skapandi sumarstörfum í Garðabæ tóku líka þátt og eldri borgarar voru með myndlistarsýningu í Jónshúsi.

Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, var stofnað í framhaldi af fyrstu Jónsmessugleði sem haldin var fyrir þrettán árum og félagið hefur fest sig í sessi í menningarlífi Garðabæjar með sýningum og öðrum menningarviðburðum.  

Á facebook síðu Grósku er hægt að sjá fjölmargar myndir frá Jónsmessugleðinni.  Ljósmyndari myndanna með þessari frétt og á síðu Grósku er Nanna Guðrún Bjarnadóttir.

Jónsmessugleði Grósku 23. júní 2022

Jónsmessugleði Grósku 23. júní 2022