16. jún. 2022

17. júní í Garðabæ

Loksins fá allir íbúar Garðabæjar að fagna þjóðhátíðardeginum saman á ný en hátíðarhöldin verða með hefðbundnum hætti og fara fram í miðbæ Garðabæjar við Garðatorg. Hátíðleiki, fjör og tónlist!

 • 17. júní 2022
  17. júní 2022

Loksins fá allir íbúar Garðabæjar að fagna þjóðhátíðardeginum saman á ný  en hátíðarhöldin verða með hefðbundnum hætti og fara fram í miðbæ Garðabæjar við Garðatorg.   Sjá tímasetta dagskrá hér neðar í fréttinni. 

Skrúðganga að lokinni hátíðarmessu frá Vídalínskirkju markar upphaf hátíðarhaldanna en messan hefst kl. 11 og skrúðgangan með Skátafélagið Vífil og Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar í fararbroddi leggja af stað frá kirkjunni um klukkan 11:50. Skrúðgangan leiðir hátíðargesti á Garðatorg þar sem Blásarasveitin mun leika nokkur lög og Húlladúllan skemmta og kenna gestum að húlla betur.

Hátíðarhöldin á útisviði hefjast klukkan 13 með hátíðarávörpum og ljóðalestri fjallkvenna sem klæðast munu gullfallegum skautbúningum Kvenfélags Garðabæjar og Kvenfélags Álftaness. Þá syngur Barnakór Vídalínskirkju en kynnir þennan dag verður Gunnar Helgason. Ronja Ræningjadóttir mun syngja nokkur lög og liðugur trúður frá Sirkus Íslands leika listir sínar. Þá munu nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar flytja skemmtilega dagskrá þar sem einsöngur og dúettar hljóma og koma öllum í hátíðarskap. Þá verður boðið upp á þrautir og fjör og hoppukastala í umsjón skátafélagsins Vífils, fánasmiðju, ókeypis aðgang og leiðsögn á sýninguna Sund í Hönnunarsafni Íslands og kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar í Sveinatungu. Um daginn verður opið í Álftaneslaug frá 10-14. 

Að kvöldi þjóðhátíðardagsins mun svo Katrín Halldóra ásamt tríói flytja dagskrá sem samanstendur af lögum sem Ellý Vilhjálms, Jón Múli og erlendir meistarar gerðu ódauðleg. Tónleikar Katrínu Halldóru hefjast klukkan 20 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi og fjölskyldur og vinir að sameinast í hátíðleika, fjöri og tónlist í miðbæ Garðabæjar.

Viðburður á facebook síðu Garðabæjar.

Dagskrá á 17. júní í Garðabæ 

Hátíðleiki, fjör og tónlist í miðbæ Garðabæjar

Kl. 11:00 Hátíðarmessa í Vídalínskirkju. Ávarp nýstúdents, Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Sr. Henning Emil þjónar, Skátafélagið Vífill stendur heiðursvörð

Kl. 11:50 Skrúðganga frá Vídalínskirkju að Garðatorgi. Skátafélagið Vífill og Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leiða gönguna

Kl. 12:00-15:30 Skemmtidagskrá á vegum Skátafélagsins Vífils, hoppukastalar, leikir og fjör á Garðatorgi

Kl. 12:15-13:00: Húlladúllan skemmtir og kennir húllakúnstir í glerhýsi á Garðatorgi 7

Kl. 12:30-15:00: Fánasmiðja í glerhýsi á Garðatorgi 7

Kl. 13:30-15:30 Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar í Sveinatungu

Kl. 15:30: Leiðsögn um sýninguna Sund í Hönnunarsafni Íslands, ókeypis aðgangur frá 12-17.

Kl. 15:00: Starína með töfrandi sögustund á Bókasafni Garðabæjar .

Hátíðardagskrá á sviði á Garðatorgi frá 13:00 – 16:00

 • Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar Garðabæjar flytja hátíðarávarp
 • Fjallkonur Garðabæjar lesa ljóð
 • Gunnar Helgason kynnir dagskrá og skemmtir
 • Barnakór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar
 • Ronja Ræningjadóttir syngur nokkur lög
 • Sirkuskúnstir frá Sirkus Íslands
 • Nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar flytja vel valin lög.

Te og kaffi, Mathús Garðabæjar og Flatey með tilboð fyrir hátíðargesti.

Skátafélagið Vífill hefur umsjón með hoppukastölum, leikjum og þrautafjöri og sölu á hátíðarvörum. 

Álftaneslaug - opið á 17. júní

Kl. 10:00 -14:00 Opið í Álftaneslaug, aðgangskort gilda og hægt að kaupa staka miða, ókeypis fyrir 17 ára og yngri í sund.

Hátíðartónleikar í sal Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 20:00

 • Katrín Halldóra ásamt tríói. Lög sem Ellý Vilhjálms, Jón Múli og erlendir meistarar gerðu fræg flutt í notalegu umhverfi. Takmarkaður sætafjöldi, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi og fjölskyldur og vinir að sameinast í hátíðleika, fjöri og tónlist í miðbæ Garðabæjar.