22. maí 2020

Ærslabelgurinn kominn í gang fyrir sumarið

Ærslabelgurinn var settur í gang í vikunni og verður í gangi alla virka daga kl. 16-21 og frá 9-21 um helgar fram til 8. júní.

  • Ærslabelgur við Hofsstaðaskóla
    Ærslabelgur við Hofsstaðaskóla

Í fyrra var settur upp ærslabelgur á túninu sunnan við Hofsstaðaskóla. Ærslabelgurinn var settur í gang í vikunni og verður í gangi alla virka daga kl. 16-21 og frá 9-21 um helgar fram til 8. júní. Frá 8. júní verður ærslabelgurinn í gangi alla daga frá kl. 9-21. 

 Allir verða að fylgja reglum sem eru sýnilegar á skilti hjá ærslabelgnum. Notendur eru minntir á að fara úr skónum þegar brugðið er á leik á belgnum.