15. maí 2020

Sundlaugar opna aftur 18. maí

Frá og með mánudeginum 18. maí verður aftur hægt að fara í sund þegar sundlaugar landsins opna aftur eftir lokun síðustu vikna. Áfram þarf að fylgja leiðbeiningum frá almannavörnum varðandi sundlaugar. 

  • Ásgarðslaug
    Ásgarðslaug

Frá og með mánudeginum 18. maí verður aftur hægt að fara í sund þegar sundlaugar landsins opna aftur eftir lokun síðustu vikna.  Áfram þarf að fylgja leiðbeiningum frá almannavörnum varðandi sundlaugar. 

Álftaneslaug og Ásgarðslaug opna á hefðbundnum tíma, sjá afgreiðslutíma lauganna hér á vefnum. Fylgst verður með gestafjölda í laugunum og helmingur skápa í sundklefum verða úr notkun til að hægt sé að uppfylla skilyrði um takmörkun á fjölda hverju sinni.  Miðað er við að gestir séu ekki fleiri en 50% af leyfilegum fjölda sundlaugargesta en börn fædd 2015 og síðar eru þar fyrir utan.  Lokað verður fyrir afgreiðslu tímabundið ef fjöldi gesta fer yfir þau mörk sem sett verða.  

Höfðað er til gesta sundlauga að virða 2 metra fjarlægðarreglu á öllum svæðum innan sundlauganna.  Einnig er því bent til sundlaugargesta að dvelja ekki lengur en 1,5 klst í hverri heimsókn svo fleiri gestir komist að.  Skólasund hefur áfram forgang um notkun sundbrauta þegar það fer fram. 

Frétt hjá Heilbrigðisráðuneytinu um opnun sundlauga með ákveðnum skilyrðum.