8. maí 2020

Vorverkin í bænum

Þessa daga má sjá Garðbæinga sem og bæjarstarfsmenn á fullu í vorverkum í bænum. Í byrjun vikunnar var byrjað að sópa allar aðalgötur og þegar vorhreinsun lóða hefst 11. maí nk. verður farið að hreinsa íbúðagötur. 

  • Götuhreinsun að vori
    Götuhreinsun að vori

Þessa daga má sjá Garðbæinga sem og bæjarstarfsmenn á fullu í vorverkum í bænum.  Í byrjun vikunnar var byrjað að sópa allar aðalgötur og þegar vorhreinsun lóða hefst 11. maí nk. verður farið að hreinsa íbúðagötur.  Í íþróttamiðstöðvum bæjarins er búið að setja upp flokkunartunnur fyrir plast, pappír og almennt rusl og vonandi nýtist það gestum húsanna vel þegar þau opna dyrnar á ný fyrir almenning að loknu samkomubanni.  Á síðustu vikum hefur einnig verið unnið að því að endurnýja og setja upp ný strætóskýli í bænum. Einnig hefur verið settur sandur í ný trjábeð víðsvegar um bæinn sem plantað var í síðastliðið haust. 

Nýtt strætóskýli í Sjálandshverfi

Götuhreinsun að vori

Árlegt hreinsunarátak og vorhreinsun lóða

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar hófst í vikunni og stendur til 21. maí nk.  Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu en þátttakendur þurfa að fylgja gildandi reglum um fjölda í hóp og fjarlægð.  Upplýsingar um hreinsunarátakið má sjá hér. 

Einnig er framundan árleg vorhreinsun lóða þar sem Garðbæingar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki dagana 11-22. maí. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Hér má sjá nánari upplýsingar um hverfaskiptingu, þ.e. hvaða daga er áætlað að hirða garðúrgang úr einstaka hverfum.

Fróðleikur: Leiðbeiningar fyrir almenning um umhirðu garða