15. maí 2020

Ný og fleiri sumarstörf fyrir öll 17-25 ára ungmenni í Garðabæ

Búið er að opna fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir 17-25 ára ungmenni með lögheimili í Garðabæ. Um er að ræða sumaratvinnuátak Garðabæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Hluti starfanna er einnig í tengslum við sumaratvinnuátak fyrir námsmenn á landsvísu í samvinnu við Vinnumálastofnun. 

  • Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog
    Séð yfir Garðabæ og Arnarnesvog

Búið er að opna fyrir umsóknir um ný og fleiri sumarstörf fyrir 17-25 ára ungmenni með lögheimili í Garðabæ. Um er að ræða sumaratvinnuátak Garðabæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Hluti starfanna er einnig í tengslum við sumaratvinnuátak fyrir námsmenn á landsvísu í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Öll ungmenni á aldrinum 17-25 ára með lögheimili í Garðabæ geta sótt um sumarstörf en ekki er hægt að tryggja val um ákveðin störf en tryggt er að allir sem sækja um fyrir lok umsóknarfrests 31. maí nk. fái sumarvinnu hjá Garðabæ. Þeir sem eru 18-25 ára býðst 87,5% starf í 7 vikur og 17 ára býðst 75% starf í 6 vikur í sumar. Störfin eru öll auglýst á vef Garðabæjar, gardabaer.is, þar sem er hlekkur yfir á ráðningarvef Garðabæjar þar sem sótt er um störfin rafrænt.

Fjölbreytt sumarstörf í boði

Ungmenni sem eru 17 ára (fædd 2003) geta sótt um vinnu í umhverfishópum þar sem störf eru fjölbreytt og starfsvettvangur er bæði utan byggðar og í byggð. Ungmenni á aldrinum 18-25 ára geta sótt um ný störf s.s. umhverfisstörf, störf sem tengjast listum og menningu, störf sem snúa að stafrænni framþróun og þjónustu og störf sem tengjast velferð, heilsueflingu og vellíðan í heilsueflandi samfélagi innan fjölmargra stofnana Garðabæjar. Upplýsingar með lýsingum á störfunum er að finna á vef Garðabæjar.

Nú þegar er búið að ráða í fjölmörg sumarstörf hjá Garðabæ sem voru auglýst fyrr í vor en þeir sem hafa verið á biðlista eftir sumarstörfum hafa fengið tölvupóst þar sem þeir sem eru á aldrinum 18-25 ára eru beðnir um að sækja aftur um nýju störfin sem nú eru í boði. Þeir sem eru 17 ára (fædd 2003) og voru komin á biðlista þurfa ekki að sækja um aftur.

Gert ráð fyrir allt að 500 nýjum störfum í sumaratvinnuátakinu

Með fjölgun sumarstarfa hjá bænum er gert ráð fyrir að allt að 800 störfum í sumar fyrir ungmenni á aldrinum 17-25 ára.

Mörg undanfarin ár hefur Garðabær veitt ungu fólki í bænum fjölbreytt sumarstörf m.a. í umhverfishópum við fegrun bæjarins, í stofnunum bæjarins s.s. leikskólum, söfnum, félagsmiðstöðvum eldri borgara, þjónustumiðstöð og bæjarskrifstofum Garðabæjar. Garðabær hefur einnig verið með sumarstörf á heimilum fatlaðs fólks, flokksstjórastörf við vinnuskóla Garðabæjar og sumarstörf hjá íþrótta- og tómstundafélögum í bænum.

Auk þess að bjóða sumarstörf fyrir ungmenni 17 ára og eldri hafa ungmenni í Garðabæ á aldrinum 14-16 ára fengið vinnu á sumrin í Vinnuskóla Garðabæjar.