Fréttir
Fyrirsagnalisti

Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2023-2026
Frumvarp að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Garðabæjar 3. nóvember 2022.
Lesa meira
Nýr leikskóli rís við Holtsveg í Urriðaholti
Fimmtudaginn 8. september sl. var tekin skóflustunga að nýjum leikskóla, Urriðaból, við Holtsveg í Urriðaholti í Garðabæ. Það voru þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Hulda Jónsdóttir arkitekt leikskólans og Sólveig Sigurþórsdóttir fjármálastjóri Þarfaþings ehf. sem byggir skólann sem tóku skóflustunguna. Þeim til aðstoðar var góður hópur leikskólabarna úr leikskólanum Hæðarbóli sem einnig söng nokkur lög fyrir viðstadda.
Lesa meira
Ný gatnamót Álftanesvegar og Garðahraunsvegar
Unnið er að hönnun með Vegagerðinni að nýjum gatnamótum á Álftanesvegi. Þau gatnamót munu vera staðsett nokkuð austar inn á Álftanesveginum en núverandi gatnamót.
Lesa meira
Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk rís við Brekkuás
Við Brekkuás 2 í Ásahverfi í Garðabæ verður reistur sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk, ásamt starfsmannaaðstöðu. Föstudaginn 2. september sl. tók Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fyrstu skóflustungu að búsetukjarnanum.
Lesa meira
Útskipting götuljósa á Vífilsstaðavegi
Á síðustu vikum hefur götuljósum verið skipt út á Vífilsstaðavegi. Um er að ræða 90 nýja led-lampa sem hafa verið settir upp á Vífilsstaðaveginum.
Lesa meira
Samkomulag um lok uppbyggingar í Urriðaholti
Garðabær og Urriðaholt ehf hafa gert samkomulag um lok uppbyggingar byggðar í Urriðaholti og eru aðilar sammála um það markmið að ljúka uppbyggingu hverfisins á árinu 2024.
Lesa meira
Gervigrasið komið í fjölnota íþróttahúsið
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri ganga vel og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á niðurlögn gervigrass innandyra. Fulltrúar í bæjarráði Garðabæjar fóru nýverið í skoðunarferð um húsið til að sjá hvernig hvernig framkvæmdir ganga.
Lesa meira
Hvað á fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri að heita?
Garðabær efnir til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu sem er í byggingu í Vetrarmýri. Nafnasamkeppnin er öllum opin og íbúar eru hvattir til að taka þátt í keppninni.
Lesa meira
Framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg - endurbætur til að auka öryggi
Framkvæmdir við endurbætur á vegum Vegagerðarinnar og Garðabæjar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar, Vífilsstaðavegar og Lyngáss eru í fullum gangi og standa yfir fram á haust. Næsta skref í þessum framkvæmdum er að gera undirgöng undir Hafnarfjarðarveg á móts við Lækjarás.
Lesa meira
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið ganga vel
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið sem nú er að rísa í Vetrarmýri hafa gengið vel í vetur. Bæjarfulltrúar og nefndarmenn í skipulagsnefnd, íþrótta- og tómstundaráði og dómnefnd alútboðs hússins ásamt framkvæmdaraðilum fengu á dögunum kynningarferð um húsið til að skoða stöðu framkvæmdanna.
Lesa meira
16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla í Garðabæ
Garðabær og Veitur hafa í samstarfi sett upp 16 ný rafbílastæði á fjórum stöðum í Garðabæ. Rekstraraðili stöðvanna er Orka náttúrunnar. Á hverri staðsetningu er stæði fyrir fjóra rafbíla í hleðslu.
Lesa meira
Framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg
Framkvæmdir við endurbætur á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar, Vífilsstaðavegar og Lyngáss eru í gangi og munu standa yfir fram á sumar. Endurbæturnar koma til með að auka öryggi vegfarenda og umferðarflæði Hafnarfjarðarvegar ásamt því að bæta tengingu inná Hafnarfjarðarveg og á milli hverfa í Garðabæ.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða