Fréttir
Fyrirsagnalisti

Endurnýjun göngubrúar við Vífilsstaðavatn miðar vel
Framkvæmdum við endurnýjun á göngubrúnni í friðlandi við Vífilsstaðavatn miðar vel.
Lesa meira
30 ára göngubrú við Vífilsstaðavatn endurnýjuð
Framkvæmdir við endurnýjun á göngubrúnni í friðlandi við Vífilsstaðavatn hefjast 27. ágúst. Áhersla verður lögð á að lágmarka allt rask á svæðinu á meðan á viðgerð stendur.
Lesa meira
Jarðhitaleit á Álftanesi
Veitur munu fljótlega hefja jarðhitaleit á Álftanesi. Í því felst að 9 rannsóknarholur verða boraðar á svæðinu.

Vinna hafin við ný gatnamót Álftanesvegar og Garðahraunsvegar
Vinna er hafin við ný gatnamót Álftanesvegar og Garðahraunsvegar. Breytt lega gatnamótanna er til að bæta umferðaröryggi og auka greiðfærni.
Lesa meira
Ný vegrið á brýr yfir Reykjanesbraut
Vegagerðin setur upp vegrið á brúm yfir Reykjanesbraut, við Kauptún og Vífilsstaðaveg til að auka öryggi gangandi vegfarenda.
Lesa meira
Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2023-2026
Frumvarp að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Garðabæjar 3. nóvember 2022.
Lesa meira
Nýr leikskóli rís við Holtsveg í Urriðaholti
Fimmtudaginn 8. september sl. var tekin skóflustunga að nýjum leikskóla, Urriðaból, við Holtsveg í Urriðaholti í Garðabæ. Það voru þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Hulda Jónsdóttir arkitekt leikskólans og Sólveig Sigurþórsdóttir fjármálastjóri Þarfaþings ehf. sem byggir skólann sem tóku skóflustunguna. Þeim til aðstoðar var góður hópur leikskólabarna úr leikskólanum Hæðarbóli sem einnig söng nokkur lög fyrir viðstadda.
Lesa meira
Ný gatnamót Álftanesvegar og Garðahraunsvegar
Unnið er að hönnun með Vegagerðinni að nýjum gatnamótum á Álftanesvegi. Þau gatnamót munu vera staðsett nokkuð austar inn á Álftanesveginum en núverandi gatnamót.
Lesa meira
Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk rís við Brekkuás
Við Brekkuás 2 í Ásahverfi í Garðabæ verður reistur sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk, ásamt starfsmannaaðstöðu. Föstudaginn 2. september sl. tók Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fyrstu skóflustungu að búsetukjarnanum.
Lesa meira
Útskipting götuljósa á Vífilsstaðavegi
Á síðustu vikum hefur götuljósum verið skipt út á Vífilsstaðavegi. Um er að ræða 90 nýja led-lampa sem hafa verið settir upp á Vífilsstaðaveginum.
Lesa meira
Samkomulag um lok uppbyggingar í Urriðaholti
Garðabær og Urriðaholt ehf hafa gert samkomulag um lok uppbyggingar byggðar í Urriðaholti og eru aðilar sammála um það markmið að ljúka uppbyggingu hverfisins á árinu 2024.
Lesa meira
Gervigrasið komið í fjölnota íþróttahúsið
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri ganga vel og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á niðurlögn gervigrass innandyra. Fulltrúar í bæjarráði Garðabæjar fóru nýverið í skoðunarferð um húsið til að sjá hvernig hvernig framkvæmdir ganga.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða