6. feb. 2024

Jarð­hita­leit á Álfta­nesi

Veitur munu fljótlega hefja jarðhitaleit á Álftanesi. Í því felst að 9 rannsóknarholur verða boraðar á svæðinu.

Veitur reka hitaveitu sem þjónar stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Eftirspurn eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu eykst stöðugt í takt við fjölgun íbúa og aukningu íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Heita vatnið í hitaveitunni kemur í dag frá jarðvarmavirkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum og fjórum lághitasvæðum innan höfuðborgarsvæðisins. Veitur leita nú að viðbótar lághitaauðlindum á svæðinu til að auka aflgetu hitaveitunnar og bæta rekstraröryggi hennar.

Á Álftanesi eru vísbendingar um að þar sé að finna jarðhita nýtanlegan til húshitunar og vilja Veitur kanna það nánar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar holurnar eru staðsettar.

2024-01-22_Alftanes_rannsoknarholur

  • Borun hverrar holu tekur að jafnaði einn til þrjá daga og leitast verður við að halda ónæði í lágmarki og tryggja öryggi. 
  • Þetta eru grannar holur sem ná niður á 60 til 100 m dýpi. 
  • Þær eru boraðar með léttum bortækjum á beltum svo ekki er þörf á vegagerð eða sérstökum borplönum. 
  • Búist er við að rannsóknirnar hefjist í lok næstu viku.

Nánari upplýsingar má finna hér.