Fréttir
Fyrirsagnalisti

Skipulagsdagur í leik- og grunnskólum, frístundastarfi og tónlistarskólum
Mánudagurinn 3. janúar verður skipulagsdagur í starfsemi grunn- og leikskóla, í frístundastarfi og í tónlistarskólum til að gefa starfsfólki tækifæri til að laga starfsemina að aðstæðum í samfélaginu og gildandi reglugerð. Akstur frístundabíls í Garðabæ fellur niður á mánudeginum.
Lesa meira
Samningur um einingahús fyrir ungbarnaleikskólann Mánahvol
Garðabær hefur samið við Terru Einingar um að einingahús verði tilbúin fyrir ungbarnaleikskólann Mánahvol fyrir 1. nóvember nk.
Lesa meira
COVID-19: Breyttar reglur um sóttkví í skólum
Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.
Lesa meira
Leikskólinn Mánahvoll tekur til starfa í haust
Í Garðabæ hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað með stækkandi bæjarfélagi og stórum árgangi sem er að hefja leikskólagöngu sína í haust. Vegna þessarar fjölgunar leikskólabarna í bænum er stefnt að því að opna nýjan leikskóla í Garðabæ, ungbarnaleikskólann Mánahvol, í haust.
Lesa meira
Þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla aðgengileg á vefnum
Nú er hægt að skoða þróunarsjóðsverkefni leik- og grunnskóla í Garðabæ hér á vef Garðabæjar á aðgengilegri hátt en áður. Lokaskýrslur þróunarverkefna eru birtar á nýjum undirsíðum þar sem verkefnin eru flokkuð eftir skólastigum: leikskólastig, yngsta stig grunnskóla, miðstig grunnskóla og unglingastig grunnskóla.
Lesa meira
Covid-19: Skólastarf eftir páska
Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.
Lesa meira
Áhrif hertra aðgerða á þjónustu Garðabæjar
Áhrif hertra aðgerða á starfsemi og stofnanir Garðabæjar. Grunnskólar, frístundaheimili og Tónlistarskóli loka fram að páskum. Sundlaugar loka. Frístundabílsakstur og skólaakstur fellur niður tímabundið.
Lesa meira
Skipulagsdagur í leikskólum til kl. 12 fimmtudaginn 25. mars
Leikskólar í Garðabæ og á höfuðborgarsvæðinu öllu opna klukkan 12 á morgun, fimmtudag 25. mars, vegna hertra sóttvarnarráðstafna sem taka gildi nú á miðnætti. //ENGLISH below - Important notice//
Lesa meira
Covid-19: Nýjar reglur frá 24. febrúar
Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar. Jafnframt taka nýjar reglur um takmörkun á skólastarfi gildi 24. febrúar.
Lesa meira