Fréttir
Fyrirsagnalisti

Æfingar hefjast á ný í Miðgarði
Á grundvelli niðurstaðna úr loftgæðamælingum og vegna þess að góð loftræsting með hröðum loftskiptum er í húsinu er stefnt að því að hefja æfingar á ný í Miðgarði mánudaginn 7. nóvember nk.

Aðgerðarplan vegna Miðgarðs í vinnslu
Frekari mælingar nauðsynlegar til að hægt sé að opna Miðgarð. Æfingar á gervigrasi falla niður tímabundið.
Lesa meira
Sótthreinsun á gervigrasi í Miðgarði
Í september bárust bæjaryfirvöldum í Garðabæ ábendingar um léleg loftgæði í íþróttahúsinu Miðgarði sem nýlega var tekið í notkun. Í kjölfarið var verkfræðistofan Mannvit fengin til að gera úttekt á húsinu vegna loftgæða og hugsanlegra raka- og mygluskemmda.
Lesa meira
Skólablak í Miðgarði
Fimmtudaginn 6. október fór fram skólablak í fjölnota íþróttahúsinu Miðgarði þar sem grunnskólabörn úr Garðabæ fengu tilsögn.
Lesa meira
Dale Carnegie námskeið fyrir ungt fólk í Garðabæ
Garðabær er í samstarfi við Dale Carnegie um námskeið í haust fyrir ungt fólk á aldrinum 13-15 ára (8.-10. bekk) búsett í Garðabæ. Dale Carnegie námskeiðið er einu sinni í viku, 3,5 klst í senn í 9 skipti.
Lesa meira
Æfingar yngri landsliða í Miðgarði næstu þrjú árin
Garðabær og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hafa samið um æfingaaðstöðu fyrir yngri landslið Íslands í fjölnota íþróttahúsinu Miðgarði í Garðabæ. Samningurinn var undirritaður í dag, þriðjudaginn 4. október, og er til þriggja ára.
Lesa meira
Forvarnavika Garðabæjar
Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.
Lesa meira
Fjölskylduhlaup Garðabæjar er hluti af árlegri íþróttaviku Evrópu
Fjölskylduhlaup Garðabæjar fer fram laugardaginn 1. október nk. Hlaupið hefst kl. 11 og er ræst út frá Stjörnutorgi við Samsungvöllinn.
Lesa meira
Smiðjan opnar á ný
Smiðjan í Kirkjuhvoli, sem hýst hefur listnámskeið eldri borgara í Garðabæ í yfir 20 ár, var opnuð á ný föstudaginn 16. júní síðastliðinn, eftir tæplega þriggja mánaða lokun vegna framkvæmda.
Lesa meira
Hvaða starfsemi vilt þú sjá í Miðgarði?
Fjölnota íþróttahúsið Miðgarður var tekið í notkun snemma á þessu ári og hafa frjálsu félögin í Garðabæ getað nýtt húsið frá opnun þess. Enn á þó eftir að ráðstafa tveimur hæðum sem liggja sunnan megin í húsinu sem hvor um sig er um 1.500 fermetrar að stærð. Íþrótta- og tómstundaráð óskar nú eftir ábendingum frá íbúum um hvernig ráðstafa megi þessu rými
Lesa meira
Samningur um frístundakstur
Í ágúst var skrifað var undir samstarfssamning við Hópferðamiðstöðina um frístundaakstur i Garðabæ til ársins 2024.
Lesa meira
Nýting hvatapeninga
Nú þegar margar íþróttir og frístundir fara af stað aftur eftir sumarfrí, minnum við forráðamenn að nýta hvatapeninga. Hvatapeningar ársins 2022 eru 50.000 krónur á barn en öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2004-2017.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða