Lið ársins 2024 í Garðabæ er Stjarnan, meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum
Á Íþróttahátíð Garðabæjar voru veittar viðurkenningar fyrir lið ársins og þjálfara ársins.
Lið ársins 2024 í Garðabæ er Stjarnan, meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum. Liðunu var veitt viðurkenning á Íþróttahátíð Garðabæjar. Einnig voru þjálfurum ársins 2024 veittar viðurkenningar.
Þjálfarar ársins 2024 eru Hinrik Pálsson hjá kraftlyftingadeild Stjörnunnar og Árný Oddbjörg Oddsdóttir hjá hestaíþróttadeild Spretts.
Heiðursviðurkenningar hlutu svo þau Halldóra Jónsdóttir og Björgvin Júníusson .
Íþróttafólk ársins 2024 í Garðabæ eru Ægir Þór Steinarsson körfuboltamaður Stjörnunnar og Ásta Kristinsdóttir, fimleikakona Stjörnunnar.