Hvatapeningar barna hækka
Öll börn á aldrinum 5-18 ára fá 60.000 krónur í hvatapeninga á árinu 2025.
Hvatapeningar hækkuðu úr 55.000 í 60.000 krónur á barn um áramótin. Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er reglulega.
Samkvæmt samþykkt bæjarráðs Garðabæjar fá öll börn á aldrinum 5-18 ára (fædd 2007-2020) 60.000 krónur í hvatapeninga á árinu 2025. Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er reglulega.
Við bendum á að hægt er að sækja um 15.000 króna „viðbótarhvatapeninga“ í þjónustugátt Garðabæjar ef heildartekjur heimilis eru undir ákveðinni upphæð. Reglur og upplýsingar um hvatapeninga má nálgast hérna.