30. sep. 2022 Heilsueflandi samfélag Íþróttir og tómstundastarf

Fjölskylduhlaup Garðabæjar er hluti af árlegri íþróttaviku Evrópu

Fjölskylduhlaup Garðabæjar fer fram laugardaginn 1. október nk. Hlaupið hefst kl. 11 og er ræst út frá Stjörnutorgi við Samsungvöllinn.

  • Fjölskylduhlaup Garðabæjar 1. október 2022
    Fjölskylduhlaup Garðabæjar 1. október 2022

Fjölskylduhlaup Garðabæjar fer fram laugardaginn 1. október nk. og er hluti af dagskrá á Íslandi í tilefni af árlegri ,,Íþróttaviku Evrópu".   Handboltadeild Stjörnunnar hefur umsjón með hlaupinu. 

Hlaupið hefst kl. 11 og er ræst út frá Stjörnutorgi við Samsungvöllinn. Tvær leiðir eru í boði, 2,7 km og 4,65 km.  Engin skráning er nauðsynleg fyrirfram.  Bara mæta og hafa gaman!

Frítt verður í sund þennan dag (í Ásgarðslaug) og einnig er frítt á leik meistaraflokks kvenna í knattspyrnu á Samsungvellinum.

Sjá einnig auglýsingu um fjölskylduhlaupið á vefnum Beactive.

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. 

Upplýsingar um dagskrá á Íslandi má sjá hér á vefnum Beactive.is.

Fylgist líka með á fésbókarsíðu Beactive á Íslandi.