Æfingar hefjast á ný í Miðgarði
Á grundvelli niðurstaðna úr loftgæðamælingum og vegna þess að góð loftræsting með hröðum loftskiptum er í húsinu er stefnt að því að hefja æfingar á ný í Miðgarði mánudaginn 7. nóvember nk.
-
Sótthreinsun í Miðgarði
Síðustu vikur hafa æfingar og kennsla á gervigrasinu í íþróttahúsinu Miðgarði legið niðri meðan beðið var niðurstaðna úr loftgæðamælingum og sýnatökum eftir að það lá fyrir að sveppagró hafði greinst í gúmmíundirlagi undir gervigrasi í byrjun október.
Niðurstöður loftgæðamælinga innandyra sýna að loftgæði eru vel innan skilgreindra viðmiðunarmarka og til samanburðar var einnig tekið sýni úr útilofti. Í vikunni fór fram frekari sótthreinsun innandyra á gervigrasinu og áfram verður regluleg sótthreinsun í húsinu.
Á grundvelli niðurstaðna
úr loftgæðamælingum og vegna þess að góð loftræsting með hröðum loftskiptum er
í húsinu er stefnt að því að hefja æfingar á ný í Miðgarði mánudaginn 7.
nóvember nk.
Um leið mun frístundabíllinn í Garðabæ aftur keyra í Miðgarð skv. leiðarkerfi
bílsins. Einnig er vakin athygli á að aðkoma að Miðgarði er um Vetrarbraut frá
Vífilsstaðavegi þar sem gatnamót Vetrarbrautar og Hnoðraholtsbrautar eru lokuð
vegna gatnagerðar tímabundið í nóvember.
Gangandi vegfarendur geta farið um hjáleið. Sjá kort af leiðum að Miðgarði í
tilkynningu hér.
Áfram verður fylgst vel
með loftgæðum með endurteknum mælingum og sýnatökum auk þess sem sótthreinsun
verður regluleg og eftir sem áður verður gætt að öryggi þeirra sem æfa í
húsinu.
Gert er ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi að fletta gervigrasi upp og
skipta um gúmmíundirlag og verið er að vinna aðgerðarplan um umfang þess verks.