Fréttir: Íþróttir og tómstundastarf (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Miðgarður í Vetrarmýri

10. feb. 2022 Fjölnota íþróttahús Íþróttir og tómstundastarf : Frístundabíllinn stoppar í Miðgarði

Akstursleiðir frístundabílsins í Garðabæ breyttust 7. febrúar sl. þar sem búið er að bæta við stoppi í Miðgarði á öllum þremur leiðum frístundabílsins.  Frá og með sunnudeginum 20. febrúar nk. verður hægt að taka strætó, leið 22, sem stoppar við Miðgarð.

Lesa meira

5. feb. 2022 Fjölnota íþróttahús Íþróttir og tómstundastarf : Fyrsta æfingin í Miðgarði í Vetrarmýri

Miðgarður er heitið á nýju fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri í Garðabæ. Fyrsta æfingin innandyra í húsinu var haldin í morgun laugardaginn 5. febrúar þegar bæjarstjórn Garðabæjar opnaði húsið formlega til æfinga.

Lesa meira
Almar Guðmundsson, Björg Fenger og Baldur Ó. Svavarsson, fulltrúar bæjarstjórnar sem voru í dómnefnd.

17. jan. 2022 Fjölnota íþróttahús Íþróttir og tómstundastarf : Nýja fjölnota íþróttahúsið í Garðabæ heitir Miðgarður

Nýtt fjölnota íþróttahús sem er staðsett í Vetrarmýri í Garðabæ mun bera heitið Miðgarður.

Lesa meira
Afgreiðslutími um jól og áramót

22. des. 2021 Íþróttir og tómstundastarf Menning og listir Stjórnsýsla : Afgreiðslutími um jól og áramót

Afgreiðslutími ráðhúss Garðabæjar, Bókasafns Garðabæjar, Hönnunarsafns Íslands og sundlauga Garðabæjar um jól og áramót. Starfsfólk Garðabæjar óskar íbúum Garðabæjar sem og viðskiptavinum gleðilegra jóla.

Lesa meira
Íþróttafólk Garðabæjar

22. des. 2021 Íþróttir og tómstundastarf Stjórnsýsla : Taktu þátt í vali á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar

Fjórar konur og fjórir karlar hafa verið tilnefnd af ÍTG til íþróttakonu og íþróttakarls 2021. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur frá 22. desember 2021 til og með 3. janúar 2022.

Lesa meira
Skoðunarferð um fjölnota íþróttahúsið

17. des. 2021 Fjölnota íþróttahús Framkvæmdir Íþróttir og tómstundastarf : Gervigrasið komið í fjölnota íþróttahúsið

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri ganga vel og þessa dagana er verið að leggja lokahönd á niðurlögn gervigrass innandyra. Fulltrúar í bæjarráði Garðabæjar fóru nýverið í skoðunarferð um húsið til að sjá hvernig hvernig framkvæmdir ganga.

Lesa meira
Á barnið þitt rétt á viðbótarfrístundastyrk haustið 2021?

10. des. 2021 Covid–19 Íþróttir og tómstundastarf Stjórnsýsla : Á barnið þitt rétt á viðbótar frístundastyrk haustið 2021?

Börn fædd árin 2006-2015 og koma frá tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000 kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Ef heildartekjur heimilis eru undir viðmiðunarmörkum má sækja um styrkinn hjá Garðabæ, fyrir 31. desember 2021

Lesa meira

10. des. 2021 Fjölnota íþróttahús Íþróttir og tómstundastarf Stjórnsýsla : Nýr forstöðumaður fjölnota íþróttahússins í Vetrarmýri

Ráðið hefur verið í starf forstöðumanns fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. 

Lesa meira

5. okt. 2021 Fjölnota íþróttahús Framkvæmdir Íþróttir og tómstundastarf : Hvað á fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri að heita?

Garðabær efnir til nafnasamkeppni um nafn á nýja fjölnota íþróttahúsinu sem er í byggingu í Vetrarmýri. Nafnasamkeppnin er öllum opin og íbúar eru hvattir til að taka þátt í keppninni.

Lesa meira
Qigong í Bæjargarðinum í Garðabæ

25. jún. 2021 Íþróttir og tómstundastarf Útivist : Qigong tímar í bæjargarðinum í sumar

Það var sannkallað sumarveður þegar boðið var upp á fyrsta Qigong tímann í bæjargarðinum miðvikudaginn 23. júní sl. Alla miðvikudaga í sumar til 18. ágúst nk. ætla Garðabær og hreyfingar - og heilsustöðin Tveir heimar að bjóða upp á Qigong hreyfilist fyrir íbúa bæjarins og öðrum gestum þeim að kostnaðarlausu. 

Lesa meira
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna Covid-19

12. apr. 2021 Covid–19 Íþróttir og tómstundastarf : Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur v/Covid - frestur til 15. apríl

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er allt að 45.000 kr fyrir hvert barn. Frestur til að sækja um hefur verið framlengdur til 15. apríl nk.

Lesa meira

25. mar. 2021 Almannavarnir Grunnskólar Íþróttir og tómstundastarf Leikskólar Menning og listir Skólamál Stjórnsýsla Velferð Þjónusta : Áhrif hertra aðgerða á þjónustu Garðabæjar

Áhrif hertra aðgerða á starfsemi og stofnanir Garðabæjar.  Grunnskólar, frístundaheimili og Tónlistarskóli loka fram að páskum.  Sundlaugar loka. Frístundabílsakstur og skólaakstur fellur niður tímabundið.

Lesa meira
Síða 2 af 3