Taktu þátt í vali á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar
Fjórar konur og fjórir karlar hafa verið tilnefnd af ÍTG til íþróttakonu og íþróttakarls 2021. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur frá 22. desember 2021 til og með 3. janúar 2022.
-
Tilkynnt verður um val á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar á íþróttahátíð Garðabæjar sem fer fram sunnudaginn 8. janúar 2023 kl. 13 í Miðgarði.
Fjórar konur og fjórir karlar hafa verið tilnefnd af ÍTG til íþróttakonu og íþróttakarls 2021. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur frá 22. desember 2021 til og með 3. janúar 2022.
Þau sem tilnefnd eru nú eru; Aron Friðrik Georgsson, kraftlyftingamaður, Stjörnunni, Aron Snær Júlíusson, golfari, GKG, Helgi Laxdal Aðalgeirsson, hópfimleikamaður, Stjörnunni, Jón Þór Sigurðsson, skytta, Skotíþróttafélagi Kópavogs, Anna María Baldursdóttir, knattspyrnukona, Stjörnunni, Hulda Clara Gestsdóttir golfari, GKG, Kolbrún Þöll Þorradóttir, hópfimleikum Stjörnunni og Júlíana Karítas Jóhannsdóttir, badmintonkona TBR.
Upplýsingar um þá sem eru tilnefndir og afrek þeirra.
VEFKOSNING - ÍÞRÓTTAMENN GARÐABÆJAR 2021
Íþróttahátíð Garðabæjar með öðru sniði
Vegna fjöldatakmarkana verður ekki haldin stór samkoma til að heiðra þá sem unnið hafa til afreka á árinu 2021 eins og gert hefur verið undanfarin ár. Kjöri íþróttamanna ársins, konu og karls, verður lýst í beinni útsendingu á vef Garðabæjar sunnudaginn 9. janúar kl. 14:00 frá Sveinatungu.