25. mar. 2021 Almannavarnir Grunnskólar Íþróttir og tómstundastarf Leikskólar Menning og listir Skólamál Stjórnsýsla Velferð Þjónusta

Áhrif hertra aðgerða á þjónustu Garðabæjar

Áhrif hertra aðgerða á starfsemi og stofnanir Garðabæjar.  Grunnskólar, frístundaheimili og Tónlistarskóli loka fram að páskum.  Sundlaugar loka. Frístundabílsakstur og skólaakstur fellur niður tímabundið.

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út reglugerð með hertum aðgerðum til að hindra útbreiðslu COVID-19 smit. Reglugerðin gildir frá 25. mars-15. apríl 2021.   Sjá nánar í frétt hér.

Aðgerðirnar eru tilkomnar vegna hópsmita sem hafa verið greind sem breska afbrigði kórónuveirunnar.  Vegna þessa verður skólahaldi aflýst í grunnskólum og tónlistarskólum. Leikskólar munu starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni en hún heimilar aðeins að tíu fullorðnir einstaklingar séu samankomnir í hverju sóttvarnarhólfi. Börn sem fædd eru fyrir 2015 eru undanskilin reglunum.
Breytingar á skólastarfi gilda til og með 31. mars nk. og unnið verður að nýrri reglugerð tengt skólahaldi sem tekur gildi 6. apríl nk. Sjá nánar í frétt á vef Menntamálaráðuneytisins. 

Áhrif á stofnanir og starfsemi Garðabæjar

 • Allir grunnskólar í Garðabæ loka - nánar tilkynnt síðar um hvernig skólahald verður eftir páska
 • Tónlistarskóli Garðabæjar lokar fram að páskum - nánar tilkynnt síðar um hvernig skólahald verður eftir páska
 • Félagsmiðstöðvar unglinga loka
 • Frístundaheimili skóla loka
 • Frístundabíll og skólabílsakstur fellur niður þar til annað verður tilkynnt
 • Garðahraun, sértækt frístundaúrræði fyrir börn í 5.-10. bekk, verður áfram opið
 • Leikskólar verða áfram opnir eftir því sem hægt samkvæmt reglugerð
 • Sundlaugar Garðabæjar, Álftaneslaug og Ásgarðslaug, loka
 • Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins verður lokað
 • Bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands verða opin með 10 einstaklinga fjöldatakmörkunum en auglýstum viðburðum er aflýst
 • Íþróttastarf inni og úti sem krefst snertingar verður óheimilt
 • Jónshús, félagsmiðstöð aldraðra, verður opin með 10 manna fjöldatakmörkun. 
 • Smiðjan, Kirkjuhvoli, verður opin með 10 manna fjöldatakmörkun.

Sjá einnig upplýsingasíðu hér á vef Garðabæjar um áhrif Covid-19 á þjónustu Garðabæjar. 

Í annarri almennri starfsemi Garðabæjar verður farið eftir áður settum viðbragðsáætlunum og hólfunum til að tryggja að fleiri en 10 manns séu ekki saman í rými og hægt verði að tryggja tveggja metra regluna. 

Vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Garðabæjar hvattir til að senda tölvupóst á gardabaer@gardabaer.is, nota netspjall eða hringja í þjónustuverið í s. 525 8500 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.  Sjá nánari upplýsingar um starfsemi þjónustuvers og ráðhúss hér í frétt.