10. des. 2021 Fjölnota íþróttahús Íþróttir og tómstundastarf Stjórnsýsla

Nýr forstöðumaður fjölnota íþróttahússins í Vetrarmýri

Ráðið hefur verið í starf forstöðumanns fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. 

Hlynur_forstodumadur_fjolnotaithrottahussRáðið hefur verið í starf forstöðumanns fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Tuttugu og fimm einstaklingar sóttu um stöðuna.
Nýráðinn forstöðumaður heitir Hlynur Rúnarsson, rafiðnaðarmaður að mennt og þaulreyndur í rekstri og umsjón bygginga. Hlynur tekur til starfa 1. janúar 2022.


,,Við fögnum ráðningu hans og væntum mikils af störfum hans við að skapa þessu nýja mannvirki þann sess í hugum allra bæjarbúa að þangað sé gott að koma til að eiga góða stund saman til æfinga, keppni eða heilsuræktar, en einnig vegna viðburða, fundarhalda eða mannfagnaða.“ segir Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúi Garðabæjar.