10. feb. 2022 Fjölnota íþróttahús Íþróttir og tómstundastarf

Frístundabíllinn stoppar í Miðgarði

Akstursleiðir frístundabílsins í Garðabæ breyttust 7. febrúar sl. þar sem búið er að bæta við stoppi í Miðgarði á öllum þremur leiðum frístundabílsins.  Frá og með sunnudeginum 20. febrúar nk. verður hægt að taka strætó, leið 22, sem stoppar við Miðgarð.

  • Miðgarður í Vetrarmýri
    Miðgarður í Vetrarmýri

Fyrsta æfingin í Miðgarði fór fram um síðustu helgi og nú eru æfingar komnar á fullt í þessu nýja fjölnota íþróttahúsi í Vetrarmýri. Akstursleiðir frístundabílsins í Garðabæ,  sem keyrir börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf, breyttust 7. febrúar sl. þar sem búið er að bæta við stoppi í Miðgarði á öllum þremur leiðum frístundabílsins.  

Hér á vef Garðabæjar er hægt að sjá upplýsingar um akstursleiðir  og tímatöflu frístundabílsins og upplýsingar um skráningu í bílinn og gjaldskrá. 

Strætó á leið 22 keyrir í Miðgarð frá 20. febrúar

Frá og með sunnudeginum 20. febrúar nk. verður hægt að taka strætó sem stoppar við Miðgarð. Leið 22 bætir við stoppi við Miðgarð á leið sinni milli Ásgarðs og Urriðaholts.  Nánari upplýsingar með uppfærðri tímatöflu verða settar inn á vef Strætó fyrir 20. febrúar nk.