Tónlistarveisla í skammdeginu

Hin árlega Tónlistarveisla í skammdeginu á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar hefur verið haldin í nóvember mánuði í göngugötunni á Garðatorgi.

Um er að ræða tónleika í göngugötunni þar sem landsþekktir tónlistarmenn og hljómsveitir hafa troðið upp.  Reynt er að skapa skemmtilega kaffihúsastemmningu þar sem borðum og stólum er raðað upp á torginu og gestir hafa getað keypt sér veitingar. Undanfarin ár hafa listamenn úr félaginu Grósku einnig tekið þátt og sett upp sýningu í tilefni kvöldsins.

Aðgangur hefur verið ókeypis og Garðbæingar sem og aðrir tónlistarunnnendur hafa fjölmennt á torgið.

Tónlistarveislan er alltaf auglýst í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar að hausti til.