Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 1. júní 2024. 

  • Forsetakosningar 2024
    Kjörfundur vegna kjörs forseta Íslands, laugardaginn 1. júní 2024, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni og Álftanesskóla.

Upplýsingar um kosningarnar eru að finna á kosningavef Stjórnarráðsins, kosning.is 

Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram eiga að fara laugardaginn 1. júní 2024, verður í íþróttahúsinu Mýrinni við Skólabraut (beygt inn af Bæjarbraut, á milli Hofsstaðaskóla og Fjölbrautaskólans í Garðabæ) og í Álftanesskóla við Breiðumýri.

 

Kjörskrá Garðabæjar

KJÖRSKRÁ GARÐABÆJAR

Kjörskrá vegna kosninga til embættis forseta Íslands sem fram eiga að fara laugardaginn 1. júní 2024 mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg 7, frá og með föstudeginum 10. maí 2024 til kjördags.

Á kjörskrá Garðabæjar eru allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og voru með lögheimili hér á landi 24. apríl 2024.

Íslenskir ríkisborgarar, sem náð hafa 18 ára aldri og hafa átt lögheimili hér á landi, eiga kosningarrétt í sextán ár í því sveitarfélagi sem þeir fluttu lögheimili frá.

Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri sem fluttu lögheimili sitt fyrir meira en 16 árum geta átt kosningarrétt hafi þeir sótt um það til Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember 2023.

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt og eru því ekki á kjörskrá.

Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands, skra.is, er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hvort aðilar eru á kjörskrá eða ekki. Leiðbeiningar og upplýsingar um kosningarnar er einnig að finna á vefsíðunni kosning.is.

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands sem tekur þær þegar til meðferðar og gerir viðeigandi leiðréttingar ef við á. Slíkar leiðréttingar má gera fram á kjördag.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Kjörfundur í Garðabæ - kjörstaðir

Kjörfundur vegna kjörs forseta Íslands sem fram á að fara laugardaginn 1. júní 2024, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni og Álftanesskóla.

Í íþróttamiðstöðinni Mýrinni verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.

I. Kjördeild Aftanhæð – Birkihæð

Íslendingar búsettir erlendis

II. Kjördeild Bjarkarás – Eyktarhæð

III. Kjördeild Fagrahæð – Holtsbúð, Espilundur, Holtsvegur 53-57

IV. Kjördeild Hraunás – Keldugata, Hallakur, Háholt, Holtsvegur 2-51

V. Kjördeild Kinnargata - Lindarflöt

VI. Kjördeild Línakur – Mosagata 8

VII. Kjördeild Mosagata 9 – Strandvegur 19

VIII . Kjördeild Strandvegur 20 - Ögurás

 

 

Í Álftanesskóla verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.

 

I. Kjördeild Asparholt – Lambhagi

II. Kjördeild Litlabæjarvör – Þóroddarkot

(Húsanöfn)

Sjá nánari upplýsingar um einstaka götur hér fyrir neðan.

Íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru erlendis og áttu síðast lögheimili hér á landi í Sveitarfélaginu Álftanesi eða Garðabæ eiga kosningarrétt í sextán ár frá brottflutningi. Þeir eru allir á kjörskrá í I. kjördeild í íþróttamiðstöðinni Mýrinni.

Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í íþróttamiðstöðinni Mýrinni á meðan á kjörfundi stendur og hverfiskjörstjórn Álftaness verður með aðsetur í húsnæði Álftanesskóla.

Talning atkvæða fer fram hjá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis sem er með aðsetur í Kaplakrika.

Yfirkjörstjórn Garðabæjar

 

Kjördeildir og götur fyrir forsetakosningar - íþróttahúsið Mýrin (við Hofsstaðaskóla)

Kjördeildir og götur fyrir forsetakosningar - Álftanesskóli

Utankjörfundarkosning


Á vefnum kosning.is má finna upplýsingar um utankjörfundarkosningu. 

 

Kjorfundur-2024-002-