10. des. 2021 Covid–19 Íþróttir og tómstundastarf Stjórnsýsla

Á barnið þitt rétt á viðbótar frístundastyrk haustið 2021?

Börn fædd árin 2006-2015 og koma frá tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000 kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Ef heildartekjur heimilis eru undir viðmiðunarmörkum má sækja um styrkinn hjá Garðabæ, fyrir 31. desember 2021

  • Á barnið þitt rétt á viðbótarfrístundastyrk haustið 2021?
    Börn fædd árin 2006-2015 og koma frá tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000 kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Ef heildartekjur heimilis eru undir viðmiðunarmörkum má sækja um styrkinn hjá Garðabæ, fyrir 31. desember 2021

Börn fædd árin 2006-2015 og koma frá tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000 kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021.  Um er að ræða framlengingu á styrk sem var komið á hjá félagsmálaráðuneytinu vegna Covid-19 og sveitarfélög sjá um að greiða út. Markmiðið er að jafna tækifæri barna sem búa á tekjulægri heimilum til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. 

Ef heildartekjur heimilis eru undir viðmiðunarmörkum má sækja um styrkinn hjá Garðabæ, fyrir 31. desember 2021, eða nýta hann í skráningarferli hjá frístundafélagi í gegnum Sportabler. 

Ef íbúar telja að börn þeirra eigi rétt á styrk og hann hefur ekki verið nýttur haustið 2021 í gegnum Sportabler má sækja um með því að senda tölvupóst á bokhald@gardabaer.is með eftirfarandi upplýsingum:

  1. Kennitölu og nafni barns, og kennitölu og bankareikningi sem á að leggja greiðslu inná.
  2. Láta fylgja með reikning frá íþrótta/tómstundafélagi og staðfestingu á greiðslu. Á reikningi þarf að koma fram nafn og kt. barnsins og tímabilið sem námskeiðið stendur yfir.
  3. Láta fylgja með staðgreiðsluyfirlit foreldra/þeirra sem eru með tekjur á heimilinu annarra en fullorðinna barna, fyrir mars, apríl, maí og júní 2021. Staðgreiðsluyfirlit er hægt að finna á skattur.is

 Eftirfarandi eru skilyrði fyrir greiðslu styrks:

  • Heildartekjur heimilisins voru lægri en 787.200 kr. að meðaltali á mánuði á tímabilinu, þ.e. mars – júní 2021 (mars, apríl, maí og júní)
  • Einungis er um að ræða námskeið sem stóðu yfir á haustönn 2021, þ.e. á tímabilinu ágúst-desember 2021.
  • Umsóknir verða að berast Garðabæ fyrir 31. desember 2021
  • Barn þarf að vera fætt á árunum 2006-2015

Sjá upplýsingar um viðbótarstyrkinn hér á vef Félagsmálaráðuneytis

Hvatapeningar hjá Garðabæ

Viðbótarfrístundastyrkurinn er til viðbótar hefðbundnum hvatapeningum (frístundastyrki) hjá Garðabæ. 
Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2003-2016. Hvatapeningar ársins 2021 eru 50.000 krónur á barn.

Athugið að hvatapeningar fyrnast alltaf um áramót. Það þýðir að ráðstafa verður hvatapeningum fyrir áramót og skila inn kvittun til endurgreiðslu þegar það á við.  ATH kvittunum þarf að skila fyrir dagslok 28. desember til þjónustuvers Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða í netfangi gardabaer@gardabaer.is   
Hvatapeningar ársins 2021 eru aðeins greiddir út á árinu 2021.  

Sjá nánari upplýsingar hér um hvatapeninga í Garðabæ.