Fréttir
Fyrirsagnalisti
Útikennsla við Vífilsstaðavatn
Undanfarin 23 ár hefur umhverfisnefnd Garðabæjar boðið grunnskólum bæjarins upp á útikennslu um lífríki Vífilsstaðavatns. Allt frá byrjun hefur Bjarni Jónsson fiskifræðingur og þróunarvistfræðingur séð um útikennsluna og honum til aðstoðar er starfsfólk garðyrkjudeildar.
Lesa meiraHeiðmörk stækkar
Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðabær hafa gert þjónustusamning um áframhaldandi samstarf um ræktun, umsjón og eftirlit með skógræktar- og útivistarsvæðum í landi Garðabæjar, sem einnig felur í sér stækkun friðlandsins. Svæðið sem nú bætist við Heiðmörk er í landi Garðabæjar og liggur milli Heiðmerkur og friðlýsts svæðis Búrfells.
Lesa meiraQigong tímar í bæjargarðinum í sumar
Það var sannkallað sumarveður þegar boðið var upp á fyrsta Qigong tímann í bæjargarðinum miðvikudaginn 23. júní sl. Alla miðvikudaga í sumar til 18. ágúst nk. ætla Garðabær og hreyfingar - og heilsustöðin Tveir heimar að bjóða upp á Qigong hreyfilist fyrir íbúa bæjarins og öðrum gestum þeim að kostnaðarlausu.
Lesa meiraNý fræðsluskilti um herminjar í Garðabæ
Ný fræðsluskilti um herminjar í Garðabæ voru afhjúpuð á Garðaholti ofarlega á holtinu austan megin við Garðaholtsveg og í hverfinu Urriðaholti efst á holtinu við Lindastræti á horninu syðst við bílastæði Urriðaholtsskóla. Fræðsluskiltin hlutu brautargengi og voru meðal verkefna sem voru kosin áfram til framkvæmda í fyrstu íbúakosningum lýðræðisverkefnisins Betri Garðabæjar árið 2019.
Lesa meiraVeiðitímabilið í Vífilsstaðavatni hefst 1. apríl
Veiðitímabilið í Vífilsstaðavatni er hafið og stendur yfir frá 1. apríl til 15. september. Stangveiðileyfi í Vífilsstaðavatni eru seld með Veiðikortinu eða með dagsveiðileyfi.
Lesa meira