Dale Carnegie námskeið fyrir ungt fólk í Garðabæ
Garðabær er í samstarfi við Dale Carnegie um námskeið í haust fyrir ungt fólk á aldrinum 13-15 ára (8.-10. bekk) búsett í Garðabæ. Dale Carnegie námskeiðið er einu sinni í viku, 3,5 klst í senn í 9 skipti.
Garðabær er í samstarfi við Dale Carnegie um námskeið í haust fyrir ungt fólk á aldrinum 13-15 ára (8.-10. bekk) búsett í Garðabæ. Dale Carnegie námskeiðið er einu sinni í viku, 3,5 klst í senn í 9 skipti.
Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 12. október nk. og enn er hægt að skrá sig á námskeiðið. Námskeiðið er niðurgreitt fyrir þátttakendur vegna samstarfssamningar Garðabæjar og Dale Carnegie. Kostnaður fyrir þátttakendur í Garðabæ er 51000 kr (fullt verð er 119000 kr).
Námskeiðið er krefjandi og skemmtilegt, ýtir undir frumkvæði, eflir leiðtogahæfileika og eykur sjálfstraust. Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í að tala fyrir framan hóp og verða betri í tjáningu og læra margar aðferðir sem hjálpa til við að sýna frumkvæði, hvatningu og jákvæðni.
Það sem er farið yfir á námskeiðinu:
- Þjálfun í að tala fyrir framan hóp og verða betri í tjáningu
- Efla sjálfstraust og læra að þekkja okkur sjálf
- Kynnast áhrifaríkum aðferðum til að þora að eiga frumkvæði í samskiptum, eignast fleiri vini og styrkja sambönd
- Skoða virði þess að vera duglegri og leggja okkur fram
- Læra aðferðir sem hjálpa til að vera jákvæðari
- Læra hvað hrós og hvatning getur haft jákvæð áhrif á okkur sjálf og aðra
- Efla frumkvæði og leiðtogafærni
Skráning fer fram á dale.is eða á skrifstofu Dale Carnegie í síma 555 7080.