30. sep. 2022 Félagslíf Grunnskólar Heilsueflandi samfélag Íþróttir og tómstundastarf Leikskólar Lýðheilsa og forvarnir Menning og listir Skólamál Stjórnsýsla Velferð

Forvarnavika Garðabæjar

Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.

Forvarnavika Garðabæjar er haldin 5.-12. október 2022. Um er að ræða þemaviku þar sem unnið verður með hugtökin farsæld -foreldrahlutverk og samvera. Það er íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sem stendur að forvarnaviku í samstarfi við skóla bæjarins, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir.

Dagskrá er sett upp á hverjum stað þar sem unnið er með hugtökin í tengslum við starfið.

Úr dagskrá forvarnaviku:

Leikskólastigið

Fræðslu erindi fyrir foreldra yngstu barna í leikskólum. Heiti: Kærleiksríkt uppeldi leikskólabarna

Ragnhildur Gunnlaugsdóttir ME.d og Þórey Huld Jónsdóttir BS og MA

  • Þriðjudagur 4. okt. í Álftanesskóla kl. 20:00
  • Mánudagur 10. okt. í Urriðaholtsskóla kl. 20:00
  • Miðvikudagur 12. okt. í Sveinatungu kl. 19:00

Í fræðsluerindinu verður farið yfir hvernig hægt er að viðhalda góðum tengslum milli foreldra og barns þegar barn byrjar í leikskóla, mikilvægi þess að börnum séu sett mörk á kærleiksríkan máta og þær áherslubreytingar í uppeldi sem verða með auknum þroska barna.

Grunnskólastigið

Hver og einn grunnskóli í Garðabæ er með viðburði á sínum vegum. Nánari upplýsingar á vef hvers skóla.

She Runs“ leiðtogaverkefni fyrir ungar stúlkur í FG

Skemmtihlaup með þrautum fyrir 5. 6. og 7. bekk þriðjudaginn 11. október. Þema: Góður lífstíll.  

Félagsmiðstöðvarnar

Hver og ein félagsmiðstöð verður með dagskrá inni á sinni stöð, nánar auglýst í miðstöðvunum.

Félagsstarf aldraðra

Ball heldri borgara í Garðabæ verður haldið miðvikudaginn 5. október í Garðaholti. Húsið opnar kl. 19 og fara rútur frá Garðatorgi og Jónshúsi.

Nánari upplýsingar og skráning í Jónshúsi og á fésbókarsíðu þeirra.

Bókasafn

  • Lestu fyrir hund í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi laugardaginn 8.október kl. 11:30.
  • Minecraft fyrir börn og foreldra þeirra í forvarnarvikunni þriðjudaginn 11. október kl. 17 á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi.

Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarsafn Íslands býður 7. bekk í hönnunarsmiðju þar sem nemendur hanna vellíðan. Boðið verður upp á smiðjurnar í október og nóvember. Tekið er á móti einum nemendahópi í einu og umræður og pælingar um vellíðan, hugarkortsgerð og vangaveltur um hönnun eru liður í 90 mínútna heimsókn. Nánari upplýsingar í hverjum skóla.