12. sep. 2022 Leikskólar

Mygla greinist í leikskólanum Bæjarbóli

Mygla hefur greinst í leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ. Myglan greindist í glerrými sem tengir saman byggingar auk þess sem mygla greindist á afmörkuðu svæði í deildinni Hraunholt. 

  • Glerrými við Bæjarból
    Glerrými við Bæjarból

Mygla hefur greinst í leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ. Myglan greindist í glerrými sem tengir saman byggingar auk þess sem mygla greindist á afmörkuðu svæði í deildinni Hraunholt. Þegar hefur verið gripið til aðgerða, glerrýminu sem og deildinni Hraunholti hefur verið lokað af til að tryggja öryggi barna og starfsfólks og munu lagfæringar hefjast eins fljótt og auðið er.

Starfsfólk Bæjarbóls vinnur nú að mótun aðgerðaráætlunar til að tryggja að skólastarf og þjónusta skerðist sem minnst hjá börnunum en ekki er gert ráð fyrir að þjónusta skólans muni skerðast nema að mjög litlu leyti.
Öll vinna, úttekt, skipulag og eftirfylgd er unnin í samráði við sérfræðinga hjá Mannvit.