Fréttir: Urriðaholt

Fyrirsagnalisti

Börn á heilsuleikskólanum Urriðabóli

28. okt. 2022 Leikskólar Skólamál Urriðaholt : Heilbrigð sál í hraustum líkama á Urriðabóli

Heilsuleikskólinn Urriðaból var opnaður í september síðastliðnum við Kauptún. Urriðaból í Kauptúni er sex deilda leikskóli fyrir 96 börn og er undanfari nýs leikskóla sem verður byggður við Holtsveg í Urriðaholti. Skólinn býður börnum upp á kærleiksríkt og öruggt umhverfi, þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín, hver á sinn hátt.

Lesa meira
Urriðaholtssafn

20. sep. 2022 Bókasafn Menning og listir Urriðaholt : Urriðaholtssafn opnaði með fjölskyldustund

Urriðaholtssafn opnaði með fjölskyldustund laugardaginn 17.september en Urriðaholtssafn er bókasafn, menningar- og upplýsingamiðstöð, staðsett við Vinastræti 1-3 í Urriðaholtsskóla. Safnið starfar í samstarfi við skólann og þjónar honum og almenningi.

Lesa meira
Skóflustunga að nýjum leikskóla við Holtsveg í Urriðaholti

9. sep. 2022 Framkvæmdir Leikskólar Skólamál Urriðaholt : Nýr leikskóli rís við Holtsveg í Urriðaholti

Fimmtudaginn 8. september sl. var tekin skóflustunga að nýjum leikskóla, Urriðaból, við Holtsveg í Urriðaholti í Garðabæ. Það voru þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Hulda Jónsdóttir arkitekt leikskólans og Sólveig Sigurþórsdóttir fjármálastjóri Þarfaþings ehf. sem byggir skólann sem tóku skóflustunguna. Þeim til aðstoðar var góður hópur leikskólabarna úr leikskólanum Hæðarbóli sem einnig söng nokkur lög fyrir viðstadda. 

Lesa meira
Íbúafundur í Urriðaholti 7. september 2022

9. sep. 2022 Íbúasamráð Stjórnsýsla Urriðaholt : Vel heppnaður fundur í Urriðaholtsskóla

Í september verður blásið til íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Hvað finnst þér?“ með Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar og sviðsstjórum hjá bænum.  Fyrsti fundurinn var haldinn miðvikudagskvöldið 7. september sl. í Urriðaholtsskóla þar sem íbúar Urriðaholts voru sérstaklega velkomnir. 

Lesa meira
Táknatréð í Urriðaholti

8. sep. 2022 Menning og listir Umhverfið Urriðaholt : Táknatréð flutt á nýjan stað

Listaverkið Táknatréð var fyrsta mannvirkið sem reis á Urriðaholti. Nú hefur það verið sett upp aftur eftir nokkurra ára geymslu og viðgerðir en því hefur verið komið fyrir á Háholti Urriðaholts, rétt hjá kaffihúsinu Dæinn.  

Lesa meira