8. sep. 2022 Menning og listir Umhverfið Urriðaholt

Táknatréð flutt á nýjan stað

Listaverkið Táknatréð var fyrsta mannvirkið sem reis á Urriðaholti. Nú hefur það verið sett upp aftur eftir nokkurra ára geymslu og viðgerðir en því hefur verið komið fyrir á Háholti Urriðaholts, rétt hjá kaffihúsinu Dæinn.  

  • Táknatréð í Urriðaholti
    Táknatréð í Urriðaholti

Listaverkið Táknatréð var fyrsta mannvirkið sem reis á Urriðaholti. Nú hefur það verið sett upp aftur eftir nokkurra ára geymslu og viðgerðir en því hefur verið komið fyrir á Háholti Urriðaholts, rétt hjá kaffihúsinu Dæinn.    

Táknatréð er samstarfsverkefni Gabríelu Friðriksdóttur og frönsku listamannanna Mathias Augustyniak og Michael Amzalag, einu nafni M/M.

Listaverkið stendur á rúmlega 15 tonna þungum steyptum stöpli og verður fyllt upp að honum með jarðvegi. Táknatréð byggist á leturgerð sem M/M hönnuðu fyrir plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Medúllu sem kom út 2004.

Listaverkið nýtur sín afar vel á nýjum stað í Urriðaholti og er einkar glæsilegt.