8. sep. 2022 Framkvæmdir Samgöngur

Ný gatnamót Álftanesvegar og Garðahraunsvegar

Unnið er að hönnun með Vegagerðinni að nýjum gatnamótum á Álftanesvegi. Þau gatnamót munu vera staðsett nokkuð austar inn á Álftanesveginum en núverandi gatnamót.

  • Drög að hönnun á nýjum gatnamótum á Álftanesvegi.
    Drög að hönnun á nýjum gatnamótum á Álftanesvegi

Unnið er að hönnun með Vegagerðinni að nýjum gatnamótum Álftanesvegar og Garðahraunsvegar (gamla Álftanesvegar) í því skyni að auka greiðfærni og öryggi umferðar á svæðinu. Gatnamótin verða stefnugreind sem stuðlar að auknu öryggi vegfarenda. Miðað er við að nýju gatnamótin verði staðsett nokkuð austar á Álftanesveginum en núverandi gatnamót.

Hönnunin að nýjum gatnamótum er á lokametrunum. Tekið er mið af gildandi aðalskipulagi Garðabæjar en stefnt er á útboð í október/nóvember nk. og mun framkvæmdinni ljúka sumarið 2023. Hægt er að sjá drög að legu gatnamótanna á meðfylgjandi mynd.

Vegagerðin setti upp blikkljós við núverandi gatnamót til að bæta öryggi vegfarenda á þeim. Verið er að skoða hvort hægt sé að fara í enn frekar bráðabirgða aðgerðir.