4. sep. 2024 Framkvæmdir

Endurnýjun göngubrúar við Vífilsstaðavatn miðar vel

Framkvæmdum við endurnýjun á göngubrúnni í friðlandi við Vífilsstaðavatn miðar vel.

Þriðjudaginn 27. ágúst hófust framkvæmdir á göngubrúnni í friðlandi Vífilsstaðavatns . Framkvæmdum miðar vel og ætti vinna við undirstöður, sem er tímafrekasti þáttur verksins, að ljúka í vikunni. Áætluð verklok eru föstudaginn 13. september.

Þess má geta að umrædd brú var smíðuð á staðnum árið 1994 af þáverandi smið bæjarins. Sumarið 2022 kom í ljós fúi í burðarbita og gat á brúargólfi. Ráðist var í viðgerð á þeim skemmdum til að tryggja öryggi gesta friðlandsins. Við nánari skoðun og við viðgerð kom í ljós að tímabært væri að endurnýja þessa 30 ára göngubrú.Göngubrúin við Vífilsstaðavatn endurnýjuð