Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk rís við Brekkuás
Við Brekkuás 2 í Ásahverfi í Garðabæ verður reistur sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk, ásamt starfsmannaaðstöðu. Föstudaginn 2. september sl. tók Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fyrstu skóflustungu að búsetukjarnanum.
-
Skóflustunga við Brekkuás 2
Við Brekkuás 2 í Ásahverfi í Garðabæ verður reistur sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk, ásamt starfsmannaaðstöðu. Föstudaginn 2. september sl. tók Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fyrstu skóflustungu að búsetukjarnanum. Framkvæmdir á svæðinu fara nú á fullt og verklok eru áætluð um miðjan október 2023 og stefnt að því að íbúar geti flutt inn síðar það ár.
Byggingin verður á einni hæð, staðsteypt og einangruð að utan, klædd með timburklæðningu, heildarstærð 587,6 m2. Arkitekt hússins er AVH ehf - Arkitektúr - Verkfræði - Hönnun og hönnunarstjóri er Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt. Landslag ehf sér um landslagshönnun lóðar, Lumex sér um verkfræðiráðgjöf raflagna og Örugg verkfræðistofa sér um brunahönnun hússins. Gunnar Bjarnason ehf. sér um að byggja húsið eftir útboð fyrr í sumar.
Bygging búsetukjarnans er hluti af stefnu bæjarins um áframhaldandi uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk samhliða fjölgun annarra búsetuúrræða og fækkun herbergjasambýla.