10. nóv. 2023

Vinna hafin við ný gatnamót Álftanesvegar og Garðahraunsvegar

Vinna er hafin við ný gatnamót Álftanesvegar og Garðahraunsvegar. Breytt lega gatnamótanna er til að bæta umferðaröryggi og auka greiðfærni.

  • Ný gatnamót Garðahraunsvegar og Álftanesvegar
    Ný gatnamót Garðahraunsvegar og Álftanesvegar

Vinna er hafin við ný gatnamót Álftanesvegar og Garðahraunsvegar. Nýju gatnamótin eru staðsett nokkuð austar á Álftanesveginum en núverandi gatnamót og breytt lega er til að bæta umferðaröryggi og auka greiðfærni. Gatnamótin verða stefnugreind sem stuðlar að auknu öryggi vegfarenda.  Einnig verður ný lega hjólreiða- og göngustígs. Sjá teikningu af legu gatnamótanna í mynd með frétt og hér í pdf-skjali.

Vegagerðin bauð út verkið í haust og það er Grafa og grjót ehf sem er verktaki verksins. Verklok eru áætluð sumarið 2024.