20. ágú. 2020

Fjarfundir í næstu viku vegna tillagna um breytingar á skipulagi á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi

Þriðjudaginn 25. ágúst kl. 17 verður kynningarfjarfundur um skipulag á Norðurnesi og fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17 verður kynningarfjarfundur um skipulag í Vífilsstaðalandi. Vegna samkomutakmarkana fara báðir fundir fram í gegnum Facebook síðu Garðabæjar.

Þriðjudaginn 25. ágúst kl. 17 verður kynningarfjarfundur um skipulag á Norðurnesi og fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17 verður kynningarfjarfundur um skipulag í Vífilsstaðalandi. Vegna samkomutakmarkana fara báðir fundir fram í gegnum Facebook síðu Garðabæjar.

Hægt verður að senda inn rafrænar fyrirspurnir (komment) á meðan á fundunum stendur og verður þeim svarað að kynningum loknum.  Frekari upplýsingar um fundina og tillögurnar má finna á vef Garðabæjar.