26. ágú. 2020

Afrein frá Hafnarfjarðarvegi á Vífilsstaðaveg lokuð næstu 3 vikur

Vegna vinnu við breytingar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðarvegar þarf að loka afrein inn á Vífilsstaðaveg. Áætlað er að lokunin standi í 3 vikur.

Vegna vinnu við breytingar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðarvegar þarf að loka afrein inn á Vífilsstaðaveg, þ.e. ekki verður hægt að beygja til hægri frá Hafnarfjarðarvegi. Áætlað er að lokunin standi í 3 vikur. Hjáleið verður eins og sést á mynd, í gegnum Ásgarð.  Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun getur valdið.

Vikuna 31. ágúst - 4 september verður unnið við þverun lagna á Vífilsstaðavegi austan við gatnamót Hafnarfjarðarvegar. Akreinar á Vífilsstaðavegi verða þrengdar og búast má við smávægilegum töfum af þeim völdum.