Tímabundin frestun á skipulögðu íþróttastarfi fyrir eldri borgara
Skipulagt íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar sem átti að hefjast í haust verður frestað tímabundið skv. ákvörðun neyðarstjórnar Garðabæjar í ágúst 2020. Um er að ræða sundleikfimi og skipulagða hóptíma í leikfimi.
Skipulagt íþróttastarf fyrir eldri borgara á vegum Garðabæjar sem átti að hefjast í haust verður frestað tímabundið skv. ákvörðun neyðarstjórnar Garðabæjar í ágúst 2020. Um er að ræða sundleikfimi og skipulagða hóptíma í leikfimi.
Ekki þykir ráðlegt eins og aðstæður eru í samfélaginu í dag að fara af stað með starfið, þar sem um viðkvæman hóp er að ræða og ekki er unnt að tryggja með öruggum hætti 2 metra á milli einstaklinga.
Þessi ákvörðun verður endurskoðuð um miðjan september og nýjar upplýsingar birtar hér á vef Garðabæjar.