20. ágú. 2020

Samningur um uppbyggingu íbúðalóða á miðsvæði Álftaness undirritaður

Föstudaginn 14. ágúst var undirritaður samstarfssamningur á milli Garðabæjar, Húsbygg ehf og Íslandsbanka um uppbyggingu fjölbýlishúsa á miðsvæði Álftaness við Breiðumýri.

  • Undirritun samnings um uppbyggingu á Álftanesi. Frá vinstri: Snæbjörn Sigurðsson frá Íslandsbanka, Pálmar Harðarson frá Húsbygg ehf, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar og Björg Fenger varaforseti bæjarstjórnar Garðabæjar

Föstudaginn 14. ágúst var undirritaður samstarfssamningur á milli Garðabæjar, Húsbygg ehf og Íslandsbanka um uppbyggingu fjölbýlishúsa á miðsvæði Álftaness við Breiðumýri.

Fulltrúar frá aðilum skrifuðu undir samkomulagið og gert er ráð fyrir að framkvæmdir á svæðinu hefjist öðru hvoru megin við áramót.  Þrjár þyrpingar fjölbýlishúsa, hver með að hámarki 84 íbúðir verða byggðar á svæðinu, samtals 252 íbúðir. Á lóðum við Lambamýri er heimild fyrir uppbyggingu á þjónustu og/eða verslunarsvæði sem og félagsstarfsemi á fyrstu hæð húsanna.  Í samningnum er ákvæði sem skuldbindur Garðabæ til þess að kaupa og/eða leigja 500 fm húsnæði á svæðinu sem nýtt verður fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir húsnæði á Álftanesi. Að sögn Gunnars Einarssonar bæjarstjóra er það mikið ánægjuefni að hefja uppbyggingu á svæðinu með traustum og öflugum verktaka.

Framkvæmdatími á svæðinu er frá því í ársbyrjun 2021 og skal öllum framkvæmdum verða lokið á árinu 2024.


Undirskrift-Alftanes-2