18. ágú. 2020

Vífilsstaðavegur lokaður við nýja hringtorgið fimmtudaginn 20. ágúst frá kl. 9-18

Fimmtudaginn 20. ágúst frá kl. 09 - 18 verður unnið við malbikun á nýja hringtorginu á Vífilsstaðavegi. Þennan tíma verður sá hluti götunnar lokaður fyrir allri umferð.

Fimmtudaginn 20. ágúst frá kl. 09 - 18 verður unnið við malbikun á nýja hringtorginu á Vífilsstaðavegi, við Flataskóla. Þennan tíma verður Vífilsstaðavegurinn lokaður fyrir allri umferð, frá Ásgarði til Bæjarbrautar. Ökumönnum er bent á hjáleið um Bæjarbraut og Arnarnesveg. Rauða línan á skýringarmynd sýnir lokunina og græna línan sýnir hjáleið.

Hægt verður að komast að íþróttamannvirkjum og sundlaug við Ásgarð frá Hafnarfjarðarvegi og aðkoma að verslunum við Litlatún verður um Goðatún.  Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun getur valdið.