14. ágú. 2020

Heitavatnslaust í Lundum, Holtsbúð, Hleinahverfi, Molduhrauni og Urriðaholti 18. og 19. ágúst

Vegna tengingar nýrrar stofnlagnar verður heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal í nokkrum hverfum í Garðabæ frá kl. 2 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 9 að morgni 19. ágúst

Vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ, Ártúnsholt og síðar Sundahverfi verður heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins, þar með talið í Lundum, Holtsbúð, Moldurauni,  Urriðaholti, Naustahlein, Boðahlein og húsum sunnan gamla Álftanesvegar í Garðabæ, frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19.ágúst.  

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Frekari upplýsingar um lokunina má finna á vef Veitna.

Heitavatnslokun-18.-og-19.-agust-Hraun-og-UrridaholtHeitavatnslokun-18.-og-19.-agust-Lundir-og-HoltsbudHeitavatnslokun-18.-og-19.-agust-Hleinar-og-Alftanesvegur-