Kyningarfjarfundir um skipulagsmál á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi
Í vikunni voru haldnir tveir kynningarfundir um skipulagsmál í Garðabæ á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi. Fjarfundirnir voru vel sóttir og margir sem fylgdust með í beinni og tóku þátt með því að senda inn spurningar á meðan á fundunum stóð.
-
Skjámynd af fjarfundi um skipulag í Vífilsstaðalandi
Í vikunni voru haldnir tveir kynningarfundir um skipulagsmál í Garðabæ á Norðurnesi og í Vífilsstaðalandi. Vegna gildandi fjöldatakmarkana og 2 metra reglu voru kynningarfundirnir á fjarfundaformi þar sem þeir voru sendir út í beinu streymi á fésbókarsíðu Garðabæjar.
Fjarfundirnir voru vel sóttir á netinu, þ.e. margir sem fylgdust með útsendingunum í beinni og tóku þátt í með því að senda inn spurningar annað hvort beint í athugasemdadálki við útsendinguna (sem ,,comment") eða í gegnum tpóst á netfang sem var gefið upp og spurningar voru teknar saman í lokin og þeim svarað í lok kynninganna. Myndbönd sem sýna kynningarfundina eru enn aðgengileg hér á fésbókarsíðu bæjarins. Athugið að einnig þeir sem eru ekki með facebook aðgang geta nálgast upplýsingar á fésbókarsíðu Garðabæjar og horft þar á myndböndin.
Hér er fyrir neðan eru hlekkir í undirsíður um upplýsingar um skipulagsmálin sem voru kynnt á fjarfundunum í vikunni. Þar má líka nálgast glærur af kynningarfjarfundunum í vikunni ásamt hlekk í útsendingu frá fjarfundunum.
Auglýsing um skipulag á Norðurnesi - Álftanesi
Breyting á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 og nýtt deiliskipulag - forkynning.
Frestur til að skila inn ábendingum um skipulag Norðurness rennur út 31. ágúst 2020. Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is
Auglýsing um skipulag í Vífilsstaðalandi
Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagstillögur.
Frestur til að skila inn ábendingum um skipulag Vífilsstaðalands rennur út 7. september 2020. Skila skal ábendingum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is