27. maí 2022

Birgitta Haukdal bæjarlistamaður Garðabæjar 2022

Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur. Tilkynnt var um valið við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þann 25. maí. Við sama tilefni var Birgittu og félögum hennar í Írafári afhent tvöföld platínuplata fyrir metsöluplötu sína „Allt sem ég sé“ og tóku þau lagið að þessu tilefni.

  • Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur. Tilkynnt var um valið við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þann 25. maí.
    Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur. Tilkynnt var um valið við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þann 25. maí.


Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur. Tilkynnt var um valið við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þann 25. maí. Við sama tilefni var Birgittu og félögum hennar í Írafári afhent tvöföld platínuplata fyrir metsöluplötu sína „Allt sem ég sé“ og tóku þau lagið að þessu tilefni.

Garðabær hefur frá árinu 1992 útnefnt bæjarlistamann Garðabæjar. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir árlega eftir ábendingum um útnefningu bæjarlistamanns og gerir tillögu um val á bæjarlistamanni til bæjarráðs/bæjarstjórnar Garðabæjar.  

Heiðursviðurkenning fyrir ómetanlegt starf á sviði menningar fékk Jóhann Baldvinsson organisti Vídalínskirkju og kórstjóri en Jóhann var fjarri góðu gamni en sendi góðar kveðjur og þakklæti. Þá fengu ungir hönnuðir og listamenn í Garðabæ afhenta styrki úr Hvatningarsjóði menningar- og safnanefndar en alls voru 11 einstaklingar og hópar styrktir. Einn styrkhafanna, ungi píanóleikarinn Ásta Dóra Finnsdóttir lék við þetta tilefni á flygil.


Birgitta Haukdal söngkona og rithöfundur er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2022

Birgitta Haukdal er fædd árið 1979 á Húsavík þar sem hún bjó til 18 ára aldurs en þá flutti hún í borgina til að láta drauminn um tónlistina rætast. Fyrst um sinn eða í um þrjú ár vann hún með Gunnari Þórðarsyni á Broadway þar sem margir listamenn hafa stigið sín fyrstu spor í tónleikahaldi og sýningum sem voru settar þar upp.

Um aldamótin 2000 gekk Birgitta til liðs við hljómsveitina Írafár sem þá var nýtekin til starfa. Írafár hélt upp á 20 ára starfsafmæli sitt árið 2018 með sérstökum afmælistónleikum eftir 12 ára hlé. Hljómsveitin hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda meðal landsmanna og gefið út nokkrar metsöluplötur. Birgitta náði einnig hylli landsmanna þegar hún tók þátt í Eurovision (söngvakeppni Evrópskra sjónvarpssöðva) fyrir Íslands hönd árið 2003 með lagið ,,Open your heart“.

Birgitta er menntaður söngkennari frá ,,Complete Vocal Institute“ í Kaupmannahöfn. Hún hefur einnig leikið á sviði og í sjónvarpi og gefið út sólóplötur og barnaplötur.

Auk frama á tónlistarsviðinu hefur Birgitta á undanförnum árum haslað sér völl á sviði ritlistar. Birgitta er höfundur barnabókanna um Láru og Ljónsa, þær fyrstu komu út árið 2015 en alls eru bækurnar orðnar 18 talsins. Bækurnar um Láru og Ljónsa hafa slegið í gegn hjá yngstu kynslóðinni og Birgitta hefur verið dugleg að heimsækja söfn, þar á meðal Bókasafn Garðabæjar, og lesa upp úr bókunum. Saga um Láru og Ljónsa hefur einnig ratað á svið Þjóðleikhússins en þar var fyrir síðustu jól sett upp jólaævintýrið og barnaleikritið ,,Lára og ljónsi – jólasaga“ í leikgerð Birgittu og Góa (Guðjóns Davíðs Karlssonar sem er einmitt nýútnefndur bæjarlistamaður Kópavogs) auk þess sem Birgitta samdi tónlistina við verkið.

Birgitta tekur virkan þátt í samfélaginu hér í Garðabæ með fjölskyldunni sinni í þeirra daglega lífi í leik og starfi.  

Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur. Tilkynnt var um valið við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þann 25. maí.

Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur. Tilkynnt var um valið við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þann 25. maí.

Bæjarlistamaður Garðabæjar 2022 er Birgitta Haukdal söngkona og barnabókahöfundur. Tilkynnt var um valið við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi þann 25. maí.



Ljósmyndir: Anton Brink.